Aðstoðarheilbrigðisráðherra Ítalíu segir enga sönnur fyrir að „bóluefnin“ virki

frettinBólusetningar, StjórnmálLeave a Comment

Aðstoðarheilbrigðisráðherra Ítalíu, Marcello Gemmato, olli nokkru fjaðrafoki á þriðjudag þegar hann fullyrti að engar sönnur væru fyrir því að bóluefni gegn Covid-19 hafi í raun dregið úr dauðsföllum. Spurður í sjónvarpi hvort Ítalía hefði verið með enn fleiri dauðsföll af völdum Covid ef landið hefði ekki fengið bóluefnið svaraði Marcello Gemmato: „Það er ekki okkar að afsanna fullyrðingu um að bóluefnin virki. En ég ætla ekki að fara í þá gryfju að taka afstöðu með eða á móti bóluefnunum,“ sagði Gemmato við ríkisútvarpið Rai, og fordæmdi jafnframt „hugmyndafræðilega“ nálgun fyrri ríkisstjórnar Mario Draghi á Covid-faraldrinum.

Marcello Gemmato  sem er varamaður ríkisstjórnarflokksins, Bræður Ítalíu, er lyfjafræðingur að mennt og er á móti svokölluðum „grænum passa“ á Ítalíu, skilríkjum sem sýna fram á Covid „bólusetningu“ og þarf til að fá aðgang að flestum almenningsstöðum.

Ítalía var fyrsta Evrópulandið til sem stóð frammi fyrir Covid faraldrinum snemma árs 2020 og var með afar harðar takmarkanir  og lokanir í landinu.

Ummæli Gemmatos leiddu til ákalls um að hann segði af sér, þar á meðal frá leiðtoga miðju-vinstri lýðræðisflokksins, Enrico Letta. „Aðstoðarheilbrigðisráðherra sem fjarlægir sig ekki frá andstæðingum bólusetninga ("anti-vaxx") er ekki í réttu starfi,“ skrifaði leiðtogi miðflokksins Action, Carlo Calenda, á Twitter.

Skildu eftir skilaboð