Nú þegar repúblikanar hafa náð meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings geta þeir loks hafið rannsókn ýmissa þeirra mála sem hafa verið í umræðunni undanfarin ár og lykta af spillingu.
Það kom því ekki á óvart að á blaðamannafundi í dag hafi nýr formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar, James Comer, tilkynnt að þingið myndi nú hefja opinbera rannsókn á Joe Biden Bandaríkjaforseta og syni hans Hunter Biden.
Comer sagði að grundvöllur rannsóknarinnar væri byggður á spurningunni: „Tók Joe Biden beinan þátt í viðskiptasamningum Hunter Biden og það gert forsetann vanhæfan í starfi? Það er rannsókn okkar.“
Comer sagði þessa rannsókn verða í forgangi
Upplýsingarnar í fartölvu Hunter Biden komnar á netið
Nú má gera ráð fyrir að fartölva Hunter Biden komi loks til skoðunar og rannsóknar þar sem í henni var að finna miklar upplýsingar um viðskipti hans t.d. í Kína og Úkraínu. Auk upplýsinga um svallkennt líferni hans þar sem eiturlyfjaneysla og vændiskaup koma mikið við sögu.
Það er almennt vitað að faðir hans, Joe Biden, hafi verið beintengdur viðskiptum sonar síns og oft vísað til hans undir dulnefnum til að fela aðild hans, enda hann á þeim tíma varaforseti Bandaríkjanna. Nöfn eins og "Celtic" eða "The Big Guy" hafa sést í gögnum.
Bandarískir valdamenn hliðhollir demókrötum hafa reynt að þagga niður alla umfjöllun um tölvuna og það sem má finna í henni og ekki er langt síðan Mark Zuckerberg aðaleigandi Facebook viðurkenndi að bandarískir embættismenn hafi haft afskipti af forsetakosningum 2020 og stjórnað upplýsingum sem fólk sá á Facebook. Algóriðminn hafi verið stilltur þannig að ósk Alríkislögreglunnar um að fréttir varðandi hina alræmdu fartölvu Hunter sáust í minna mæli en þær hefðu annars gert.
Þeir sem vilja kynna sér gögn fartölvunnar geta fundið þau hér á síðunni Marco Polo.