Elítan ætlar sér það, en viltu láta fylgjast með þér, hvert þú ferðast, borðar og kaupir og stjórna þér?

frettinLoftslagsmál1 Comment

Á árlegum fundi auðkýfingasamtakanna World Economic Forum  (WEF) í Davos í maí síðastliðnum sagði forseti Alibaba Group, J. Michael Evans, að fyrirtæki hans væri nú að vinna að tækni  sem myndi gera neytendum kleift að fylgjast með „sínu eigin kolefnisfótspori“.

Evans, hrósaði sér af því að fyrirtæki hans væri að þróa „kolefnisfótsporsmælitækni“.

„Við erum að þróa tækni, fyrir neytendur svo þeir geti mælt eigið kolefnisfótspor. Hvað þýðir það? Hvert eru þeir að ferðast? Hvernig eru þeir að ferðast? Hvað eru þeir að borða? Hvað eru þeir að neyta kaupa hjá okkur?“ sagði Evans.

„Svona einstaklingsbundinn mælikvarði á kolefnisfótspor. Fylgstu með, við erum ekki með þetta í notkun enn þá, en þetta er eitthvað sem við erum að vinna að“ bætti hann við.

Útskýrði ekki hvers vegna almenningur þyrfti þetta

Það vantar hins vegar að útskýra, en Evans gerði það ekki, hvers vegna neytandur ættu að fylgjast tæknilega með eigin ferðalögum, mataræði sem og eyðsluvenjum þegar þeir vita hvar og hvernig þeir eru að ferðast og hvað þeir eru að borða og eyða peningunum sínum í.

Það sem er líklegra er er að þessi tækni myndi safna þessum persónuupplýsingum ekki til að nýtast neytendum heldur fyrir fyrirtæki eins og Alibaba eða stjórnvöldum sem vildu fá þessar upplýsingar um einstaklinga.

Draumur stjórnsömu auðkýfinganna í WEF

Að Evans skyldi segja frá þessu á fundi WEF í Davos helst í hendur við þá staðreynd að mæling og skráning á kolefnisfótspori fólks helst í hendur við "Great Reset" áætlun WEF, sem miðar að því að afiðnvæða Vesturlönd í nafni þess að bjarga Jörðinni.

Hugmyndin um að fylgjast með eyðsluvenjum er einnig í takt við áætlun WEF um að kynna stafrænan seðlabankagjaldmiðil þar sem hægt verður að fylgjast með öllum viðskiptum, þau verða skjalfest og á endanum stjórnað af valdhöfunum hverju sinni.

Það er einnig í þágu WEF að fylgjast með „kolefnisfótspori“ fólksins þar sem millistéttin mun upplifa efnahagslega „sársauka“ þegar Vesturlönd verða smám saman þvinguð til að hætta notkun jarðefnaeldsneytis, eins og hin norska Kjerstin Braathen útskýrði eins og ekkert væri sjálfsagðara á fundinum í Davos og sjá mér hér fyrir neðan:

Er WEF samfélag brjálaðra sjálfsdýrkenda?

Það mætti ætla að þátttakendur í auðkýfingasamtökunum World Economic Forum og samkomum þeirra séu haldnir einhvers konar sjálfsdýrkun (e. narcissist) þar sem hver meðlimur og þátttakandi reynir að toppa annan í brjálæðinu við það að boða forsjárhyggju og eftirlitssamfélag framtíðarinnar.

Í það minnsta virðist sem þeir, sem tala undir merkjum þessa félagsskapar og hafa orðið hverju sinni, skorti alla samúð með öðru fólki og vilji gjarnan vera miðpunktur allrar athyglinnar og ekki skortir á ótrúlega góða leikhæfileikana. Allt einkennandi fyrir sjálfsdýrkandann.

Þetta fólk ætti að gera sér grein fyrir þeim skelfilegum afleiðingum sem það er að boða fyrir líf almennings, svo augljóst er brjálæðið.

One Comment on “Elítan ætlar sér það, en viltu láta fylgjast með þér, hvert þú ferðast, borðar og kaupir og stjórna þér?”

Skildu eftir skilaboð