Holland lokar 3000 bóndabýlum til að uppfylla umhverfisreglur ESB

frettinErlent, Landbúnaður4 Comments

Hollensk stjórnvöld ætla að leggja hald á og loka 3.000 búgörðum til að uppfylla umhverfisreglur Evrópusambandsins.

Mikil mótmæli bænda og stuðningsmanna þeirra brutust út í sumar í kjölfar áætlunar hollenska stjórnvalda um að draga úr losun köfnunarefnis (NO2) um 50% fyrir árið 2030, að því er The New York Times greindi frá. Bændur telja að aðgerðin hafi á ósanngjarnan hátt beinst að landbúnaðargeiranum, sem losar stærstan hluta köfnunarefnis í Hollandi.

Ríkisstjórnin mun framkvæma „skyldukaup“ á býlum sem losa mikið af köfnunarefni. Um er að ræða valfrjálst tilboð sem aðeins stendur til boða í eitt skipti, tilkynnti Christianne van der Wal, köfnunarefnisráðherra Hollands, segir fréttastofan Bloomberg. Bændum verður boðið kaupverð sem er „vel yfir“ verðmæti búsins, samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar. Ráðherrann sagði á fundi með þingmönnum á föstudag að „ekkert betra tilboð muni berast.“

4 Comments on “Holland lokar 3000 bóndabýlum til að uppfylla umhverfisreglur ESB”

  1. Ef að þetta er ekki steypa hjá globalistunum þá veit ég ekki hvað áð kalla þetta. Sturlun kannski eða mannvonsku.
    Um 80% af andrúmsloftinu er nitrit, um 19% súrefni, um 1% argon og 0,04% er Co2. Við erum 65% súrefni, 18% carbon og 10% vetni, 3.2% nitrit og 1,5% calk.

  2. það er nóg að 2 eða 3 eldfjöll fari að gjósa þá lækkar hitastigið… 😉

Skildu eftir skilaboð