Elín Halldórs og Kristjana Óskars heilarar kíktu í kaffi hjá Fréttinni og spáðu fyrir árið: náttúruhamfarir og ríkisstjórnin fellur

frettinElín Halldórsdóttir2 Comments

Ritstjóri Fréttarinnar endaði árið með stæl og fékk góða gesti í heimsókn. Það voru þær Elín Halldórsdóttir og Kristjana Óskarsdóttir sem báðar eru heilarar og sjáendur.

Elín byrjaði á því að skoða kristalskúluna og spurt var um árið 2023. Ýmislegt áhugavert kom fram m.a. stórt eldgos og harður vetur fram í mars.   Kúlan sýndi náttúruhamfarir tengdar snjóflóðum og að mikið verði að gera hjá björgunarsveitum landsins. Mikið verður byggt á árinu sem mun leysa húsnæðisvandann að einhverju leyti. Margir innflytjendur munu vilja koma til Íslands vegna ódýrrar orku og uppbyggingin verður mikil og munu erlendir aðilar hjálpa til við það.

Kristjana spáði í spilin og kom m.a. fram að stór spllingarmál munu koma upp á árinu innan dómstólanna, lögreglu og innan stjórnsýslunnar. Mikið umrót verður í stjórnmálunum sem endar með að ríkisstjórnin hörfar frá. Bjarni og Katrín stíga til hliðar og Katrín tekur að sér verkefni erlendis í loftslagsmálum.  Kristjana sér mikið af barneignum á þessu ári og Íslendingar munu fjölga sér meira en undanfarin ár. Mótmæli verða vegna spillingarmála og krafa verður gerð um að ríkisstjórnin fari frá, reiðin mun blossa vegna misskiptingar í samfélaginu því millistéttin er smám saman að fjara út, þeir ríkari verða ríkari og það fjölgar í hópi fátækra.  Kristjana segir að þrír nýir flokkar munu  líta dagsins ljós með ungu og fersku fólki og konur verða áberandi í stjórnmálum. Þá mun launamunur minnka á milli kynja og konur fá sömu laun og karlar og í sumum tilfellum hærri.

Þá kom fram að mikil andleg vakning verði á meðal þjóðarinnar, það mun aftur komast í tísku að verða heimavinnandi húsmóðir og konur munu sækja meira í að vera heima með börnum sínum og vilja minnka við sig vinnu.

Meginstraumsfjölmiðlar munu eiga erfitt ár, einhverjir munu sameinast eða hætta.  Hins vegar sýna spilin að Fréttin.is mun vaxa og dafna, hún segir mikið ljós vera yfir miðlinum og vakning að verða hjá þjóðinni og fólk þakklátt fyrir fjölbreytni í fjölmiðlaflórunni og Fréttin mun spila þar mikilvægu hlutverki, fjárfestar munu sýna áhuga með haustinu og munu þá koma töluverðir fjármunir til miðilsins sem mun auka umsvif og margt gott starfsfólk og blaðamenn munu hefja störf hjá miðlinum. Erlendir aðilar muni einnig sýna miðlinum áhuga og beiðni um samstarf á alþjóðavettvangi mun berast.

Spárnar í heild sinni má hlusta á hér neðar:


2 Comments on “Elín Halldórs og Kristjana Óskars heilarar kíktu í kaffi hjá Fréttinni og spáðu fyrir árið: náttúruhamfarir og ríkisstjórnin fellur”

  1. Ég tek nú ekki mikið mark á svona uppistöndurum!

    Ég vona að Fréttin muni halda áfram að miðla fréttum á þessu ári því það er ekki eins og aðrir séu að gera það.

    Um Íslensk stjórnvöld, ég get ekki séð að það muni breyta neinu ef ríkisstórnaskipti yrðu á árinu þar sem ekkert af hinu ruslinu myndi breyta neinu. Það er engin munur er á drullu eða skít. Forarpitturinn sem stýrir kerfinu í landinu er það djúpur að það myndi taka mörk ár að hreynsa til í honum jafn vel áratugi til að lostna við þessa óværu.

Skildu eftir skilaboð