Uche Nwaneri, fyrrum NFL sóknarmaður Purdue og Jacksonville Jaguars, fannst látinn á heimili eiginkonu sinnar í Indiana-ríki í síðustu viku. Hann var 38 ára.
Nwaneri var á heimili eiginkonu sinnar í West Lafayette, um 65 mílur norðvestur af Indianapolis, þegar lögreglan fékk símtal um klukkan 01:00 þar sem fram kom að Nwaneri hafi hnigið niður í svefnherberginu. Ekki tókst að bjarga lífi hans.
Dánardómstjórinn í Tippecanoe-sýslu segir að þótt opinber orsök hafi ekki enn verið gefin út, bendir bráðabirgðaskýrsla til þess að Uche hafi látist af völdum „hjartastækkunar og bráðrar hjartabilunar“. Yfirvöld segja að engin merki séu um áverka eða saknæmt athæfi.
Vildi fangelsa þá sem ekki hlýddu
Nwaneri var harður talsmaður COVID-19 sprautuefna og bóluefnapassa. Árið 2021 lýsti hann því yfir að koma þyrfti bólusetningaskyldu og bólusetningavegabréfum „á eins fljótt og hægt er“. Hann krafðist þess einnig að „fangelsa hvern þann sem neitaði þessu“.
„Við skulum koma þessari bóluefnaskyldu og bólusetningavegabréfum í gang ASAP. Við sjáum börn deyja daglega vegna sjálfselsku hinna óbólusettu. Þungaðar konur eru í hættu líka. VERJIÐ LÍFIÐ. SKYLDUBÓLUSETNINGU. Fangelsa alla sem neita, til að vernda LÍFIÐ,“ skrifaði Nwaneri í september 2021. Hann virtist einnig hafa verið harður andstæðingur lyfsins Ivermectin sbr. færslu hans hér neðar.
7 Comments on “Fyrrum NFL leikmaður sem vildi fangelsa þá „óbólusettu“ lést úr hjartaáfalli”
Margir Íslendingar töluðu svona líka, aldrei gleyma andlitum og nöfnum þeirra. Geymið öll skjáskotin og blaðagreinarnar. Ekki leyfa þeim að gleymast þegar uppgjörið við þetta manngerða djöflafár verður að lokum gert, þó það taki 10 ár.
Stækkað hjarta, bendir til steranotkunar, og ekki stækkar hjartalokan með, saman ekki gott kombo
Sammála Ari.
Næturlagi selection selected the stupid one.
Leiðr. “Natural selection”
Það á að vera frjálst val hjá fólki bæði með bóluefni og önnur lyf, en það er í rauninni ekki frjálst val Erfitt að nálgast sum lyf sérstaklega náttúruleg lyf og það var gríðarlegur þrýstingur á fólk með að taka bóluefnið, því miður ekki hægt að segja að þetta hafi verið frjálst val…
Þuríður & Ari
Sammála ykkur