Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, skrifaði færslu á Twitter í gær þar sem hann spyr Alþjóða handknattleikssambandið (IHF) hvort það væri ekki að grínast með Covid reglurnar á mótinu, en greint hafði verið frá því að leikmenn á HM verði skimaðir reglulega fyrir veirunni auk þess sem þeir munu þurfa að sæta fimm daga sóttkví greinist þeir með jákvætt Covid próf.
Í dag birti Björgvin Páll mynd af bréfi á Twitter sem stílað er á IHF þar sem hann segist ásamt öðrum leikmönnum vera kominn í samband við lögfræðinga vegna þessara reglna IHF. Hann segir reglurnar vera brot á mannréttindum, til dæmis hvað varðar frelsi til starfa, og að unnt sé að færa rök fyrir því að neita leikmönnum um aðgang að mótinu brjóti sáttmálann þar sem reglurnar varðandi veiruna eru slakari í löndunum heldur en á mótinu.
Björgvin Páll segir að möguleika á því að leikmenn muni leita réttar síns fyrir dómstólum verði þeir settir í einangrun á heimsmeistaramótinu.
Þess má einnig geta að þessar reglur eiga ekki við þær milljónir áhorfenda sem munu sitja þétt saman á áhorfendapöllum á mótinu heldur aðeins um stálhrausta íþróttamenn sem eflaust allir hafa þegar fengið Covid og ekki orðið meint af.
Færslu Björgvins og bréfið má lesa hér:
One Comment on “Munu mögulega leita réttar síns verði þeir settir í einangrun á HM”
Af hverju þurfa allir sjúkdómar að vera af völdum smita.hvað með aðra möguleika, eins og t.d. 5g, eiturefni, óhollan lífstíl, möguleikarnir eru margir. Hvað með óþverran sem er sífellt verið að spreyja úr flugvélum.
Veirur eru ekkert annað en viðskipta hugmynd, sem Rockefeller og co. hafa borgað vísindamönnum að kokka upp, til að selja lyf og geta sprautað óþverra í sauðsvartan almúgan. Það þarf ekki svona mikið af “sauðum”. Þetta er eina leiðin til að halda hentugum mannfjölda fyrir, “elítuna”.