Mótmæli Björgvins Páls vekja athygli erlendis

frettinÍþróttir2 Comments

Gangrýni Björgvins Páls Gústavssonar, markmanns íslenska landsliðsins í handbolta, hefur vakið athygli erlendra miðla. Eins og fram kom í fréttum í gær sendi Björgvin Páll Alþjóða handknattleikssambandinu (IHF) bréf þar sem hann mótmælti ströngum „sóttvarnarreglum“ á mótinu og sagði að hann og aðrir leikmenn myndu leita réttar síns yrði þeim stungið í einangrun meðan á mótinu stæði enda væri það brot á mannréttindum.

IHF svaraði síðan bréfi Björgvins Páls í dag og sagði að ströngu reglurnar væru til að „vernda leikmennina“ sem bæði þurf að vera „fullbólusettir“ til að mega taka þátt og gangast undir nokkur PCR próf á mótinu. Það sama á ekki við milljónir áhorfenda sem verða á mótinu.

Eurosport í Þýskalandi fjallaði um málið og sagði að reglur mótsins í Svíþjóð og Póllandi væru enn gagnrýndar af leikmönnum og að íslenski landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hafi birt opið bréf á Twitter sem hann hafði sent IHF og segir mannréttindi leikmannanna vera skert með reglunum. Annar þýskur miðill fjallaði sömuleiðis um málið.

„Leikmennirnir eru meðvitaðir um að þeir geta hætt sóttkví sinni sjálfir hvenær sem er og geta neitað að láta prófa sig,“ sagði Björgvin Páll í bréfinu. „Ef ætlun IHF með innleiðingu þessara ráðstafana er að vernda leikmennina, þá hefur þeim tekist hið gagnstæða. Og ég held að ég tali fyrir hönd allra. Áfallið á síðasta mótinu er  leikmönnum enn í fersku minni og hefur áhrif á íþróttamenn sem eru hraustir sem hestar....“

2 Comments on “Mótmæli Björgvins Páls vekja athygli erlendis”

  1. Hvað skulu margir þurfa að deyja til þess að þessari fásinnu linni?
    Ef það þyrfti jafn lítilla rannsókna og sannana við og um virkni og skaðleysi C19 “bólusetningar” efnanna, að þá hefði C19-faraldurinn aldrei orðið til og inflúensan ekki farið í frí.

    Björgvin Páll er ekki svo syni skroppinn að halda að verja bolta sé hans eina hlutverk í lífinu, heldur gerir hann hér einnig virðingaverða tilraun til að verja frelsi okkar og sjálfsögð mannréttindi okkar allra. Björgvin á heiður skilið að reyna og sýnir sannkallað hugrekki að leggja sig á þennan höggstokk Covitmafíunnar.

Skildu eftir skilaboð