Arna brotaþoli í RSK-sakamálinu

frettinPáll Vilhjálmsson, Pistlar4 Comments

Eftir Pál Vilhjálmsson:

Ásamt Páli skipstjóra Steingrímssyni er Arna McClure yfirlögfræðingur Samherja brotaþoli í RSK-sakamálinu. Fjórir blaðamenn RÚV, Stundarinnar og Kjarnans eru sakborningar og verða ákærðir fyrir misgjörðir gegn Páli og Örnu.

Páli var byrlað 3. maí 2021. Á meðan hann lá á gjörgæslu var síma hans stolið og innihaldið afritað af blaðamönnum. Til að komast yfir símann voru RSK-miðlar í samstarf við andlega veika konu tengda Páli. Efni úr símanum birtist í Stundinni og Kjarnanum. Fréttirnar fjölluðu um samskipti starfsmanna Samherja og byggðu á tölvupóstum sem fóru þeim á milli og voru í síma Páls.

Auk skipstjórans koma nokkrir starfsmann Samherja og ráðgjafar þeirra við sögu í fréttum Stundarinnar og Kjarnans. En fyrir utan skipstjórann er Arna eini brotaþolinn.

Það eru því ekki fréttirnar sjálfar sem eru ástæða þess að Arna er brotaþoli í sakamálinu. Líkur eru á að blaðamennirnir hafi sín á milli, e.t.v. í samstarfi við andlega veiku konuna, lagt á ráðin að gera Örnu mein með einum eða öðrum hætti.

Lögreglan er með nægar sannanir um afbrot blaðamannanna gegn Örnu til að hún sé brotaþoli ásamt Páli skipstjóra. Í greinargerð lögreglu frá 23. febrúar sl. segir að rannsóknin beinist að gagnastuldi, líkamsárás með byrlun, friðhelgisbroti og stafrænu kynferðisofbeldi.

Blaðamennirnir fjórir, sem hafa stöðu sakbornings, eru Þóra Arnórsdóttir á RÚV, Þórður Snær og Arnar Þór á Kjarnanum og Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni, áður RÚV.

Arna er með rétt­ar­stöðu sak­born­ings í rann­sókn héraðssak­sókn­ara vegna meintra brota Sam­herja í Namib­íu. Hún leitaði til dómstóla að fá þeirri stöðu breytt enda engin gögn sem tengja hana við starfsemi Samherja í Namibíu. Málin tvö mynda samfellu. Byrlunar- og gagnastuldsmálið er framhald af áralangri herför RSK-miðla gegn Samherja.

Rannsókn héraðssaksóknara hófst í nóvember 2019, eftir að RSK-miðlar í samstarfi við Jóhannes Stefánsson uppljóstrara báru fram ásakanir um mútugreiðslur norðlensku útgerðarinnar i Namibíu. Blaðamaður Stundarinnar, Ingi Freyr Vilhjálmsson, vann að Namibíuumfjöllun RSK-miðla. Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari, sem fer með rannsóknina hjá héraðssaksóknara, er bróðir Inga Freys blaðamanns.

Til að gera málið enn reyfarakenndra sýna málsgögn í byrlunar- og gagnastuldsmálinu, þar sem Páll skipstjóri og Arna eru brotaþolar, að Ingi Freyr var í samskiptum við veiku konuna sem játað hefur að byrla Páli og stela síma hans í þágu RSK-miðla.

Ef RSK-sakamálið væri handrit að glæpasögu yrði útgáfu vafalaust hafnað af útgefendum með þeim rökum að söguþráðurinn væri of fjarstæðukenndur.

4 Comments on “Arna brotaþoli í RSK-sakamálinu”

 1. Enn ber Páll Vilhjálmsson í bætifláka fyrir Semherja glæpalýðinn. Það virðist enginn endir á þessum brengluðu greinum sem enginn lætur blekkjast af. Allir sjá að þarna er leigupenni Samherja kominn til að bera blak af glæpum fyrirtækisinns.

  En það er áhugavert hvernig rannsóknaraðilar draga lappirnar í þessu máli í fleiri ár; engar fréttir af rannsókninni í mörg ár … ef maður vissi ekki betur þá gæti maður haldið að það eigi að salta málið í einhverri skúffunni á lögreglustöðinni. Svona eins og svo oft áður þegar ekki er hægt að gera neitt útaf glæpum eigenda Íslands.

 2. Skuli. Þú ert einmitt sjálfur að verja “eigendur Íslands”. Af hverju heldur þú að Páll verði að skrifa pistla sína í fjölmiðil sem frímúrarar eiga sennilega ekki, eða vita allavega að fáir lesa. Þó svo að Samherji sé glæpafyrirtæki, er ekkert betra að koma þeim á kné, fyrir verri mafíu. Þeir veita allavega heiðarlegra fólki atvinnu heldur en ríkis mafían. Hún er bara að rannsaka sína glæpi. Þess vegna á Samherji ekki séns í þessu máli. Nema að almenningur átti sig á því, hvernig frímúrara mafían er tortímandi, öllu mannlegu samfélagi.
  Það sem er að gerast á þessu ári, er að fólk er að átta sig á því að, á meðan það hélt að það gæti bara lifað lífinu, voru sníkjudýrin að hreiðra um sig í kerfinu. Nú vitum við hverjir völdu að vinna með sníkjudýrunum.

 3. Trumpet: afsakar þú líka morðingja með því að annar morðingi framdi fleiri morð?

  Allir vita að Samherji hefur fjölmarga glæpi á samviskunni og hefur valdakerfi Íslands í vasanum; þess vegna hafa liðið þrjú ár án þess að við heyrum nokkuð af rannsókn málsins.

  Því miður er mestöll æra horfin úr þessu þjóðfélagi og allt of margir eru hórur fyrir fé, þess vegna geta fjársterkir aðilar komist upp með glæpi sem venjulegt fólk þyrfti að svara til saka fyrir. viljum við búa í slíku samfélagi?

  Fréttin.is er miðill sem var stofnaður til að koma alvöru óritskoðuðum fréttum á framfæri, þar sem fáir aðrir miðlar gera það og fréttin.is á heiður skilið fyrir það afrek, en því miður þá notfæra leigupennar glæpafyrirtækja sér miðilinn líka.

 4. Skuli. Hvaða fjölmörgu glæpi ert þú að tala um að “Allir vita um”. Ef að þeir hafa allt valdakerfið í vasanum þá held ég að það sé til lítils að gera þá að blóraböggli. Það er þá eina skynsama í stöðunni að ráðast á valdakerfið sjálft, sem er þá RÚV líka. Enda orðin valdameiri en flestar stofnanir landsins og ein sú spilltasta.

Skildu eftir skilaboð