Eftir Hall Hallsson:
Það var húsfyllir á fundi Málfrelsis, samtökum um frjálsa og opna umræðu um lýðræði og mannréttindi; “Í þágu upplýstrar umræðu“. Undiraldan er þung og þyngist. Aðstoðarritstjóri Spectator og formaður Free Speech Union, Toby Young flutti fyrirlestur ásamt mínum gamla samstarfsmanni og vini, Ögmundi Jónassyni sem fjallaði um stöðu Kúrda og Svölu Magneu Ásdísardóttur um fangelsun Julian Assange. Þorsteinn Sigurlaugsson formaður Málfrelsis flutti ávarp, fundarstjóri var Arnar Þór Jónsson. Fréttin.is greinir frá.
Ég hef reynt að vekja vini mína Albert Jónsson og Óla Björn Kárason til umræðu um Úkraínustríðið en án árangurs en varpað í dýflissu facebókar; f-jail. Nýr dagur, nýr dómur birtur. Hvernig ber að túlka þögn þeirra? Gera vinir mínir sér grein fyrir áhyggjum fólks af skerðingu málsfrelsis og lýðréttinda? Hvenær opnast augu valdastéttarinnar í 101 Reykjavík ... Hvenær fá blindir sýn?
2 Comments on “Málfrelsi heitt umræðuefni…”
Hvenær opnast augu valdastéttarinnar í 101 Reykjavík … Hvenær fá blindir sýn?
Á hverjum morgni ek ég úr Vesturbænum í Austurbæinn. Þægilegasta leiðin fyrir mig er að aka Hringbrautina og Miklubrautina í Austur. En í stað þess ek ég niður Túngötu og um Vonarstræti.
Þetta hef ég gert árum saman. Ég geri þetta af því ég er herforingi í því stríði sem, á sér stað í andaheiminum. En Drottinn allsherjar hefur skipað mig foringja í fremstu víglínu.
Hörðustu orrustur í hinum andlega heimi, á Íslandi eiga sér stað í Vonarstræti vegna þess að við þessa götu eru bæði Alþingishúsið og Ráðhús Reykjavíkur.
Í bílnum með mér hef ég herfylki af englum. Þetta eru hermenn úr himneskum hersveitum Guðs, líklega þeim sem stóðu vörð um barnið Jesú á Betlehemvöllum. Við berjumst með vopnum Guðs.
Orð Guðs sem er sverð Andans er öflugasta sóknarvopnið, en bænin er einnig mjög öflug. Við tölum Orð Guðs út í andaheiminn, til borgarfulltrúa og Alþingismanna.
Við förum með vers úr 24. Davíðssálmi:
7Þér hlið (Borgarinnar), lyftið höfðum yðar, hefjið yður, þér öldnu dyr, svo að konungur dýrðarinnar megi inn ganga.
8Hver er þessi konungur dýrðarinnar? Það er Drottinn (Jehóva), hin volduga hetja, Drottinn, bardagahetjan.
9Þér hlið (Alþingis), lyftið höfðum yðar, hefjið yður, þér öldnu dyr, svo að konungur dýrðarinnar megi inn ganga.
10Hver er þessi konungur dýrðarinnar? Það er Drottinn hersveitanna, hann er konungur dýrðarinnar.
Katrín Jakobsdóttir hefur verið forsætisráðherra til fimm ára og gott betur. Þess vegna bið ég alltaf sérstaklega fyrir henni í Vonarstræti, því það er enn von fyrir hana.
Í Síðara Kóritubréfi þriðja kafla stendur þetta:
15Já, allt til þessa dags hvílir skýla yfir hjörtum þeirra hvenær sem lesið er úr lögmáli Móse. 16En þegar einhver snýr sér til Drottins er skýlan tekin burt.
Bæn mín er svona: Himneski faðir ég bið þig að taka skýluna frá augum Katrínar forsætisráðherra okkar, svo hún sjái Ljósið sem skín frá Frelsaranum Jesú Kristi, að hún megi verða hólpin. Þannig fái blindur sýn.
Sjáum við einhver tákn um sigra í þessum orrustum?
Já mig langar að nefna einn augljósan vitnisburð um sigur sem öll þjóðin hefur heyrt. Vitnisburðurinn kemur frá Forsætisráðherranum sjálfum:
Í Kryddsíldinni á Gamlársdag var Katrín spurð hvort jólin væri Kristin hátíð fyrir henni. Hún kvaðst hvorki vera skírð né fermd, en synir hennar, sem nú væru allstálpaðir, hefðu tekið trú á Jesú Krist og þeir hefðu tekið hana með sér til kirkju á Jóladag.
Hún kvaðst hafa átt mjög góða stund með sonum sínum í kirkjunni.
Ég sá ekki Kryddsíldina en þetta þykir mér einkar áhugarvert að hún sé hvorki skírð né fermd. Greinilega margt í lífi Katrínar og hennar fortíð sem er á huldu.