Ósamræmi hjá vitnum í máli Semu Erlu gegn Margréti

frettinDómsmál, Þórdís B. Sigurþórsdóttir1 Comment

Vitnum ákærenda bar ekki saman um málavexti í aðalmeðferð fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag, í máli Semu Erlu Serdar, formanns Solaris, á hendur Margréti Friðriksdóttur ritstjóra Fréttarinnar. Málið snýr að meintri líflátshótun Margrétar í garð Semu Erlu fyrir um það bil fjórum og hálfu ári síðan fyrir utan krá sem var í eigu föður Semu.  Málið var áður fellt niður hjá lögreglu en tekið upp á ný af hálfu ákæruvaldsins.

Vitnisburði Semu Erlu og vitninu Hákoni Sveinssyni bar ekki saman.  Sema var spurð hvort Hákon Sveinsson, sem staddur var á staðnum umrætt kvöld, og er kunningi Semu Erlu, hafi hringt í Semu og látið hana vita að Margrét væri stödd á staðnum að spila „pool“. Sema svaraði því játandi að Hákon hafi hringt í sig og kannski sent skilaboð þess efnis að Margrét væri í húsinu, en hún hafi ekki náð að svara símanum og hafi því ekki vitað af Margréti  á staðnum.

Skjáskot af skrifum DV úr vitnisburði Sem Erlu má sjá hér neðar.

Ósamræmi á milli Hákons og Semu

Hákon Sveinsson var spurður sömu spurningar þegar hann bar vitni, þ.e.a.s  hvort hann hafi hringt í Semu til að láta hana vita af Margréti. Hákon svaraði því neitandi og hélt því fram að hann hafi ekki verið með símann sinn umrætt kvöld og því ekki getað hringt í Semu eða látið hana vita af Margréti.

Vitnisburður starfsmanns

Emir Alomerovik sem var að vinna á barnum umrætt kvöld gaf skýrslu símleiðis. Hann kvaðst ekki muna eftir atvikinu, enda væri langt um liðið. Aftur á móti svaraði Emir því játandi þegar hann var spurður hvort Sema hafi beðið hann um að vísa Margréti út af staðnum. Honum hafi skilist að það væri vegna stjórnmálaskoðana Margrétar sem Sema vildi ekki hafa Margréti á staðnum. Emir sagði að Sema hafi vísað til þess að faðir hennar ætti staðinn og gefið í skyn að hún réði þessu þar af leiðandi.

Eins og fram kom í dag í Fréttablaðinu og DV þá harðneitar Sema Erla Seraroglu fyrir að hafa vitað af Margréti inni á staðnum.

Áréttað skal að Margrét er ekki ákærð fyrir hatursglæp eins og DV heldur fram, heldur meintar hótanir.

Vitnaleiðslur munu halda áfram á fimmtudaginn kemur kl. 14:30.

One Comment on “Ósamræmi hjá vitnum í máli Semu Erlu gegn Margréti”

Skildu eftir skilaboð