Af öfgafólki fyrr og nú

frettinHallur Hallsson, PistlarLeave a Comment

Eftir Hall Hallsson:

Í aðdraganda Þrælastríðsins voru heiftarleg pólitísk átök í Ameríku. Þar tókust á annars vegar demókratar sem studdu þrælahald á svörtu fólki frá Afríku og hins vegar nýstofnaður flokkur repúblikana andvígur þrælahaldi undir formennsku Abraham Lincoln sem hafði kveðið upp úr um að svart fólk fengi frelsi og engar refjar. Árið 1855 þurfti 133 tilraunir til að velja leiðtoga í þinginu og 44 árið 1859. Abe Lincoln var kjörinn forseti 1860. Sjö ríki höfðu sagt sig úr ríkjasambandinu. Óttast var um tilræði við líf forsetans. Hatur og heift í garð Lincoln verður ekki líst með orðum á okkar tíð, loft var lævi blandið í Washington.

Demókratar voru fjarverandi embættistöku öfgamanns sem hafði hafnað málamiðlun um að hvert og eitt fylki tæki ákvörðun um þrælahald á svörtu fólki. Borgarastríð braust út sem lauk með sigri Norðurríkjanna. Svart fólk fékk frelsi. Árið 1865 var forsetinn skotinn til bana af leikara í leikhúsi. Fullyrðingar um að James Wilkes Booth hafi verið útsendari evrópskra bankamanna voru viðvarandi fram á 20. öld. Lincoln hafði hafnað lánum frá hinum ofsaríku og gefið út svokallaðan greenbacks gjaldmiðil til að fjármagna stríðið. Árið 1871 var Ameríka  skráð í DC sem United States of America í stað United States for America. Hvað gerðist?

Svart fólk fékk frelsi en 620 þúsund hermenn féllu; 360 þúsund fyrir málstað þræla. Sexhundruð og tuttugu þúsund er samanlagður fjöldi og féll í Sjálfstæðisstríðinu 1776, Stríðinu við Breta þegar Washington brann 1814, Mexíkóstríðinu 1848, Spánska stríðinu 1898, heimstríðum I & II og Kóreu.

Eftir að John F. Kennedy var skotinn til bana á götu í Dallas 1963, féllu yfir 50 þúsund amerískir hermenn í Víetnam. Kennedy hafði ætlað að splundra CIA í þúsund mola; „split CIA into thousand pieces.

Öfgafólk okkar tíðar

Á okkar tíð er farið gegn hagsmunum hinna ofsaríku; þeirra sem ætla ekki að gefa eftir sérréttindi sín reist á gerspilltu seðlabankakerfi; þeirra sem eru fyrstir í röð svikamyllu peningaprentunar. Alþýða fólks er jafnt og þétt svipt eignum sínum og taka á einkabílinn af fólki og smala í strætó. Sú ögurstund er uppi að svipta á alþýðufólk eigum sínum: „You own nothing and be happy“ líkt og Klaus Schwab í Davos orðar það. Hverjir eiga leigufélögin?

Öfgafólk, öskraði Washington DC þegar tuttugu repúblikanar neituðu að styðja Kevin McCarthy sem leiðtoga Hússins; The House sem við þekkjum sem Fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Tuttugu þingmenn stóðu gegn 200 mönnum McCarthy. Fréttamenn reittu hár sitt af reiði í garð hins fyrirlitlega QAnon-pakksúr Maga-hreyfingunni, Make America Great Again. McCarthy var kjörinn í 15. tilraun.

Það var ekki fyrr en Dónald Trump hafði fengið 1 atkvæði í leiðtogakjörinu að samkomulag náðist sem 19. forsetinn kom að. Nú er komið í ljós hvað til þurfti. McCarthy skuldbatt sig til að styðja rannsókn á atburðum 6. janúar 2021; 6J þegar ráðist var inn í þinghúsið. Einnig rannsókn á njósnabatterínu í Washington; CIA, FBI, DOJ – ráðuneyti dómsmála og Homeland Security og rest. Repúblikaninn málsnjalli, Jim Jordan mun stýra rannsóknum. Repúblikanar hafa þegar ógilt lög um skattaeftirlit Joe Biden sem hefði leitt til 87.000 manna skattaeftirlits undir vopnum. Þeir hefðu ekki bankað upp á hjá hinum ofsaríku.

MAGA repúblikanar

Demókratar eru ofsareiðir. Nýr leiðtogi demókrata í Húsinu, Hakeem Jeffries tvítaði:

Öfga MAGA repúblikanar hafa sett á fót Nefnd [rannsókn] til varnar uppreisninni [6J]. Extreme MAGA Republicans have established a Select Committee on Insurrection Protection. Við munum berjast um á hæl og hnakka. We will fight with tooth and nail.“ Demókratar allir sem einn ásamt Megin-Miðlum hafa snúist til varnar njósnabatteríi sem vélar að baki luktum dyrum.

Öfgafólkið hafði átt erfitt með að treysta Kevin McCarthy; fulltrúa 101 Washington. McCarthy sé líkt og leiðtogi repúblikana í Öldungadeildinni Mitch McConnell, bundinn elítu; þeir séu varðmenn ofsaríkra á Wall Street og í Davos; gæslumenn kerfis sem efnast ofsalega á kostnað óbreyttu alþýðufólki. Báðir hafi viðurkennt kjör Biden og sakað Dónald um tilraun til valdaráns.

Ameríka er í uppreisn gegn spillingu, styrjöldum og plágum. Elítan beitir öllum brögðum til að halda auði og völdum í Ameríku sem hér á landi og alls staðar. Alþýðufólk er fast í þrælakistu. Pólitík er á bandi hinna ofsaríku. Ríkismiðlar ásamt falsmiðlum í eigu ofsaríkra hafa bundist bandalagi gegn alþýðufólki. Hversu galið er það? "When was the last time an Actor Assassinated a President," sagði Johnny Depp fyrir fimm árum innvígður og innmúraður í Hollywood. Tilviljun?

Af pólitísku réttarfari

Enginn efast um að nefndir repúblikana verða pólitískar líkt og nefnd demókrata var um atburði 6J þegar Dónald var ásakaður og sakfelldur um uppreisn, tilraun til valdaráns. Vandi demókrata er að þeim tókst ekki að sannfæra Ameríku um sekt Dónalds. Strax að lokinni rannsókn skelltu demókratar 50 ára leynd á skjöl og gögn 6J nefndarinnar. Af hverju? Hvers vegna var tilskipun um 20 þúsund manna þjóðvarðlið til varnar Þinghúsinu afturkölluð aðfararkvöld 6J?  Hverjir gerðu það og opnuðu Þinghúsið? Hverjir smöluðu fólkinu inn á Þinghúsið? Hvað aðhöfðust FBI agentar?

Þá til Íslands. Eftir hrun voru pólitísk réttarhöld í fyrsta sinn í sögu Vesturlanda þegar Geir Haarde var dreginn fyrir Landsdóm. Réttarhöldin sannfærðu Íslendinga ekki um að Geir Haarde sé sekur þó sakfelldur væri. Hér á landi var 80 ára leynd skellt á gögn úr leyniherbergi Alþingis um þrotabú bankanna. Af hverju?

Farnast repúblikönum betur?

Skildu eftir skilaboð