Ársfundur World Economic Forum (WEF), Alþjóðaefnahagsráðsins, fór fram í Davos í vikunni og er senn að ljúka. Margir hafa efast um réttmæti hins ókjörna yfirstéttarhóps sem vill segja íbúum heimsi hvernig þeir eigi að lifa lífi sínu.
Meðal þeirra sem enduróma slíkt viðhorf er Elon Musk, eigandi Twitter, sem varaði við því að WEF gæti verið að ganga of langt í stanslausri sókn sinni í endurskipulagningu hagkerfa og samfélaga á heimsvísu til að draga úr því sem ráðið lítur á sem yfirvofandi dauðadóm.
„WEF er í auknum mæli að verða að ókjörinni alheimsstjórn sem fólkið bað aldrei um og vill ekki,“ sagði Musk á Twitter.
Þessi orð lét Musk falla í tengslum við myndband með stofnanda World Economic Forum, Klaus Schwab, og öðru yfirstéttarfólki þar sem rætt er um nýjan alþjóðlegan starfsvettvang (Global Collaboration Village) í Metaverse, sem er sýndarheimur sem Meta, móðurfélag Facebook, rekur.
3 Comments on “Elon Musk segir World Economic Forum alheimsstjórn sem enginn hefur kosið”
Það er ekkert „Elon Musk“ til, þetta er tölvugerð fígúra.
Owen Benjamin heldur að Elon Musk sé sonur Mao Zedong. Því ekki, eins og að Trudeau sé sonur Castros. Þeir eru allavegana allir kommúnistar.
Kaup Elon Musk á Twitter voru það sama og að setja varalit á svín. Hann matar almenning á uppljóstrunum sem skipta litlu máli og felur það helsta. Dr. Shiva er búinn að færa sönnur á það.