ESB-þingmaður segir World Economic Forum mestu ógn við frjálsan markað og lýðræðið

frettinStjórnmál, WEFLeave a Comment

Evrópuþingmaðurinn Mislav Kolakusic frá Króatíu segir World Economic Forum (WEF), eða Alþjóðaefnahagsráðið, vera hættulegustu alþjóðastofnun heims. „Stofnunin sem hélt sinn árlega fund í Davos í Sviss í vikunni samanstendur af stórfyrirtækjum, milljarðamæringum, lobbýsistum og keyptum stjórnmálamönnum“, segir Kolakusic.

Forstjóri Pfizer og aðrir forstjórar lyfjafyrirtækja eru fastagestir á ráðstefnum WEF ásamt milljarðamæringnum Bill Gates o.fl. Að þessu sinn var einnig meðal gesta, forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, Chris Wray. Stofnandi og framkvæmdastjóri WEF er hinn 84 ára gamli Klaus Schwab sem er jafnframt höfundur bókarinnar COVID-19: The Great Reset. Í bókinni er því m.a. lýst hvernig COVID faraldurinn er kjörið tækifæri til að breyta hagkerfum heims.

Króatíski þingmaðurinn Kolakusic gaf út myndband þar sem hann segir WEF hættulegustu stofnun veraldar, hún setji eigin fjárhagslega hagsmuni ofar hagsmunum alls mannkyns. Stofnunin sé hættuleg lögum, lýðræði og hinum frjálsa markaði um heim allan. Hún samanstandi af samsærismönnum sem skipuleggja og hafa skipulagt allar áætlanir sem við höfum orðið vitni af síðustu áratugi, svo sem stríð, faraldra, og svokallaðar „grænar“ stefnur sem hafa leitt til fátæktar og eymdar milljóna heimsbúa.

WEF semur vondar stefnur sem síðar eru útfærðar nánar af fjölmiðlum og pólitíkusum sem stofnunin á. WEF segir að heiminum sé best stjórnað af sjálfvöldum fjölþjóðafyrirtækjum, frjálsum samtökum o.fl. Hugmynd WEF er að stofnunin velji sitt fólk, taki ekki þátt í lýðræðinu en fari með stjórn heimsmála. Stofnunin er gjörspillt og á ráðstefnum hennar koma saman helstu milljarðamæringar heims og leiðtogar hinna ýmsu ríkja sem taka glaðir við skipunum því þeir vita að án þessa hóps væri ferill þeirra enginn.

Hér má heyra í þingmanninnum króatíska:

Skildu eftir skilaboð