Leigubílstjórar í Sviss nota ekki rafmagnsbíla fyrir fína fólkið

frettinDavos, Rafmagnsbílar, WEFLeave a Comment

Blaðakonan Masako Ganaha frá Japan var í Davos í Sviss í síðustu viku þar sem hin árlega ráðstefna World Economic Forum (WEF) fór fram. WEF ráðstefnur sækir fjöldi milljarðamæringa, leiðtogar ýmissa ríkja, forstjórar stórfyrirtækja, þar á meðal stærstu lyfjafyrirtækjanna, o.fl.  Talið er að einn af hverjum tíu ferðist á einkaþotu á ráðstefnuna, þar sem loftslagsbreytingar eru eitt helsta fundarefnið.

Masako tók meðal annars viðtal við leigubílstjóra á svæðinu sem sögðust ekki mega nota rafmagnsbíla til að keyra VIP (Very Important Person) farþega þar sem bílarnir væru ekki áreiðanlegir og jafnvel hættulegir. Masako benti á Uber bílana sem voru allir 100% rafmagnsbílar og merktir sem slíkir, en það sama virðist ekki eiga við um leigubíla fína fólksins. Upptöku af viðtalinu má sjá hér neðar.

Þar sem einhverjir vildu meina að viðtalið væri ótrúverðugt því leigubílstjórarnir vildu ekki sýna andlit sín, sendi Fréttin fyrirspurn á leigubílafyrirtækið Noble Transfer, sem er staðsett rétt fyrir utan Zurich og alþjóðlega flugvöllinn og býður upp á lúxusþjónustu. Spurt var hvort fyrirtækið biði upp á rafmagns-eða bensínbíla fyrir farþega frá Zurich til Davos. Svarið var að fyrirtækið væri aðeins með Merecedes Diesel bifreiðar, fjórhjóladrifnar og ekki eldri en fimm ára.

Japanska blaðakonan reyndi einnig að ná tali af sjálfum Klaus Scwab, stofnanda og framkvæmdastjóra WEF. Herra Schwab sagðist vera tímabundinn en spurði þó hvaða miðil hún starfaði fyrir. Þegar hún sagðist vera sjálfstæður blaðamaður, sagði hann „nei þakka þér kærlega fyrir“ og gekk áfram. Hann steig síðan upp í bíl sem virðist í fljótu bragði ekki vera rafmagnsbifreið. En Schwab og samtökin hans hafa miklar áhyggjur af lofslagsbreytingum og leggja áherslu á „græn stjórnmál“.

Hér má sjá viðtalið við leigubílstjórana og neðar myndband þar sem blaðakonan reynir að ná tali af Klaus Schwab:

Skildu eftir skilaboð