Karlmenn eru langstærsti þolendahópur hatursorðræðu

frettinHatursorðæða, Tjáningarfrelsi1 Comment

Eftir Huginn Thor Grétarsson:

Í þessari umræðu um hatursorðræðu gleymist alveg ein staðreynd: Karlmenn eru langstærsti þolendahópur hatursorðræðu, bæði í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Í lang flestum tilfellum þegar ég sé níð og hatursskrif, beinist slíkt gegn karlmönnum. Við erum mörg hver orðin ónæm fyrir þessu enda hversdagslegur veruleiki. Endalaust tal um eitraða karlmennsku, feðraveldi, og svo ráðist að karlmönnum sem eru sakaðir um eitthvað misjafnt. Karlmönnum er mismunað af stjórnsýslu í miklu mæli, fjölmiðlar draga upp staðalímyndir af kynjunum og svo mætti lengi telja.

Þessar árásir og hatur beinist nær eingöngu gegn öðru kyninu, alveg sama þó allt verði vitlaust að ég vogi mér að skrifa þetta, en þetta er það sem blasir við, en ójafnréttisstjórn Katrínar sem hyglar konum í miklu mæli (skoðið t.d. starfsemi Jafnréttisstofu sem er bara kvennabarátta, úthlutanir úr jafnréttissjóðum - sem fara bara til kvenna, ólöglega skipun í jafnréttisráð til margra ára o.s.frv.).

Hatursorðræða eftir geðþótta
Stjórnvöld þykjast ætla í eitthvert átak gegn hatursorðræðu, eftir geðþótta, en horfa alveg fram hjá stærsta þolendahópnum, sem eru karlmenn. En á meðan ekki er hægt að tryggja réttláta meðferð stjórnvalda og dómstóla, og koma í veg fyrir mismunun á grundvelli kyns, vegna geðþótta opinberra starfsmanna og dómara, þá er ekki hægt að láta sama fólki í té valdi til að úrskurða hvað sé hatursorðræða og hvað ekki. Tjáningarfrelsið á ekki að vera undir geðþótta slíks fólks.

Til að mynda sést bersýnilega, hafi einhver vilja til að skoða, mismunun kynjanna hjá dómstólum sé litið til nýlegra dómsniðurstaðna. Í meiðyrðamálum njóta konur einkalífsverndar og ekki má fullyrða að konur hafi framið lögbrot, en það má hinsvegar þegar karlmenn eiga í hlut. Þetta eru lögbrot, kynbundin mismunun, framin af dómurum. Skelfileg staðreynd, og margir eru svo heilaþvegnir af fjölmiðlaþvaðri og áróðri hagsmunasamtaka og öfgafólks að þeir munu reiðast yfir þessum pistli mínum.

One Comment on “Karlmenn eru langstærsti þolendahópur hatursorðræðu”

  1. Ennfremur þolendur þeirrar þrálátustu og rætnustu, allt frá barnsaldri.

Skildu eftir skilaboð