Eftir Guðrúnu Bergmann - greinin birtist fyrst á gudrunbergmann.is 26. janúar 2023.
ER HEILSUFRELSI OKKAR Í HÆTTU?
Svo virðist sem yfirvöld séu sífellt að seilast lengra inn á heilsufrelsi fólks til að stjórna því hvað það notar og notar ekki til að efla heilsu sína. Þar sem miklir kærleikar hafa verið á milli forsætisráðherra okkar, Katrínar Jakobsdóttur og Jacinda Ardern fráfarandi forsætisráðherra Nýja Sjálands, er ekki úr vegi að skoða hvað er að gerast þar í landi í tengslum við heilsumálin.
Fyrir Ný-Sjálenska þinginu liggur nú lagafrumvarp, svokallað “Therapeutic Products” frumvarp, sem myndi hefta aðgang fólks að náttúrulegum efnum eins og jurtum og efnum unnum úr þeim, til að styrkja heilsu sína. Meira en helmingur almennings á Nýja- Sjálandi notar þessar vörur reglulega, en lagafrumvarpið er sett þannig upp að stjórnvöld hafi vald til að taka ákvarðanir um og stjórna því hvað verði fáanlegt af þessum vörum.
EKKI BARA Á NÝJA SJÁLANDI
Samtökin The International Coalition of Medicines Regulatory Authorities (ICMRA) voru stofnuð á 65. Alþjóða heilbrigðisþinginu árið 2012, undir því yfirskini að koma þyrfti á regluverki yfir núverandi og væntanleg lyf fyrir mannfólk af alþjóðlegum öryggisástæðum, bæði hvað varðar stefnumótun og eftirlit, gagnsæi og áreiðanleika svo og í tengslum við lyfjastofnanir.
Í þessum samtökum eru aðilar frá lyfjastofnunum í 22 löndum og frá Evrópusambandinu. Að auki eru 15 lönd talin með sem fulltrúameðlimir. Þess er jafnframt getið að WHO eða Alþjóða heilbrigðismálastofnunin sé „áheyrnarfulltrúi.“
Þetta er því ekki vandamál sem snýr einungis að Ný-Sjálendingum. Það sem er að gerast á Nýja Sjálandi í tengslum við bann og stjórnun á náttúruefnum til heilsubóta er líklegt að verða sett á um allan heim, til skaða fyrir stóran hluta mannkyns.
300 JURTAEFNI Á LISTANUM
Meðfylgjandi “Therapeutic Products” lagafrumvarpinu á Nýja-Sjálandi er listi með meira en 300 heitum á náttúrulegum jurtaefnum sem ekki skal leyfa. Sum þeirra tengjast þeim heimshluta sem Nýja-Sjáland er í, en eru samt notuð víða um heim. Hér að neðan eru nokkur algengustu og þekktustu efnin.
EKKI HÆGT AÐ FÁ EINKALEYFI Á NÁTTÚRUEFNI
Væntanlega fer ekki framhjá neinum að margt af þessum jurtaefnum, eins og til dæmis kanill og mustarður/sinnepsfræ eru nú seld í verslunum. Hvernig komust þau þá á listann?
Svarið liggur í því að mikið af þessum náttúruefnum eru notuð til lyfjagerðar og ekki er hægt að fá einkaleyfi á náttúruefni. Hins vegar er hægt að búa til eftirlíkingar af þeim á rannsóknarstofum sem hægt er að fá einkaleyfi fyrir, en fyrst þarf að hindra aðgengi að náttúrulegu efnunum og koma í veg fyrir fólk rækti jurtirnar í bakgarðinum hjá sér.
Heilbrigðisyfirvöld Nýja-Sjálands þurftu ekki að setja þennan lista saman. The International Coalition of Medicines Regulatory Authorities sá um það, en þau samtök eru að mestum hluta fjármögnað af fyrirtækjum í lyfjaiðnaðinum, svo þau þjóna hagsmunum þeirra.
Í frumvarpinu segir meðal annars:
Nýja reglugerðin mun gera Nýja Sjálandi kleift að nýta sér framfarir í læknisfræði, svo sem frumu- og vefjameðferðir, væntanlegar genameðferðir og notkun gervigreindar og vélræns hugbúnaðar til lækninga. Með því að hafa samþykkisferli í hlutfalli við áhættu mun það bæta aðgengi að nauðsynlegum og lífsbjargandi lyfjum, svo sem bóluefnum í heimsfaraldri.
VERUM VAKANDI
Verum vakandi fyrir lagafrumvörpum af þessari gerð sem kunna að koma fram á Alþingi. Hægt er að skrá sig á Samráðsgátt Alþingis, til að fá sendan lista yfir þau mál sem eru á dagskrá hjá þinginu. Umsagnarfrestur fylgir yfirleitt öllum málum, en á Nýja-Sjálandi er þetta frumvarp lagt fram þegar þar er sumar, skólar lokaðir og fólk ekki eins mikið að fylgjast með.
Þrátt fyrir þrjú ár af farsóttarþvingunum láta ríkisstjórnir greinilega ekki staðar numið. Frumvarp eins og "Therapeutic Products" frumvarpið mun veita stjórnvöldum heimild til að stýra því hvernig náttúruvörur sem hafa lengi verið taldar heilsubætandi eru framleiddar, notaðar, fluttar inn, kynntar, afhentar eða fluttar út.
Það er undir okkur komið að vernda rétt okkar til heilsufrelsis, því við eigum fullan rétt á að VELJA hvaða leið við förum varðandi eigin heilsu. Því miður er nú þegar bönnuð sala á mörgum náttúruefnum og bætiefnum hér á landi, þótt hún sé leyfð í löndum í kringum okkur.
Ef við viljum eiga kost á að VELJA náttúrulegar leiðir til að venda og styrkja heilsu okkar þurfum við að tryggja að náttúruefnin verði áfram í boði.
Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.
Minni einnig á grein mína ATHUGASEMDIR VIÐ NÝ SÓTTVARNALÖG sem skrifuð var 2.12.2020!
Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg málefni, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna.
Myndir: Unnar af greinahöfundi
Heimild: Útdráttur úr grein Dr. Guy Hatchard, PhD, sem ar áður aðalframkvæmdastjóri hjá Genetic ID, sem sér um prófanir og öryggi fæðu um allan heim (heitir nú FoodChain ID).
Hægt er að gerst áskrifandi á vefsíðu hans HatchardReport.com eða GLOBE.GLOBAL til að fá reglulega upplýsingar í gegnum tölvupóst. GLOBE.GLOBAL er vefsíða sem helgar sig því að veita upplýsingar um hættuna sem fylgir líftækni.
Grein hans var birt á vefmiðlinum Expose-News.com