Keflavíkurflugvöllur skotmark í styrjöld Rússa og Nató?

frettinHallur Hallsson, PistlarLeave a Comment

Hallur Hallsson skrifar:

Árið 1976 flutti Dagblaðið, frjálst, óháð fréttir af fullyrðingum erlendra samtaka um kjarnorkuvopn á Íslandi. Samtökin Center for Defence í Washington og International Peace Research Association höfðu fullyrt að Keflavíkurflugvöllur væri atómstöð. Sá flotti fréttamaður og þá blaðamaður DB, Helgi Pétursson bar hitann og þungann af fréttum blaðsins um atómstöðina. Í Kalda stríðinu voru menn smeykir um að Nato-stöðin í Keflavík væri skotmark. Halldór Laxness skrifaði skáldverkið Atómstöðin í upphafi Kalda stríðsins sem geisaði af hörku, kvikmynd 1984. Fyrir hálfri öld áttum við í þorskastríðum við Breta. Dagblaðið var nokkurra mánaða gamalt, ferkst og djarft. Ég hafði orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að vera meðal stofnenda Dagblaðsins, 24 ára gamall.

Nú geisar stríð í Austurvegi. Útþanið Nato er í stríði við Rússland. Dag frá degi eykst skriðþungi stríðsæsinga; Escelating Escelator. Ríkisstjórn okkar á leið upp rúllustigann lætur etja sér á foraðið. Þar fara fremstar Katrín Jakobsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem þeytast milli Nato-funda. Báðar voru í Þýskalandi á dögunum, Katrín í Berlín og Þórdís í amerísku herstöðinni í Ramstein. Sömu daga sagði utanríkisráðherra Þýskalands, græninginn Annalena Baerbock að Þýskaland sé í stríði við Rússland: We are fighting a war against Russia. ESB vanbúið í stríð æsir fólk til styrjaldarátaka í Austurvegi við öflugasta kjarnorkuveldi heims. Stóra-skriðdrekamálið er ósvífinn stríðsáróður Nato til að kynda bál styrjaldar. „Orrustudrekar vekja friðarvonir,“ segir Björn Bjarnason í grein í Mogganum. Sumsé stigmögnun stríðs er leið til friðar!

Ramstein og Atómstöðin í Keflavík

Nú þegar stríð er skollið á milli Vesturlanda og Rússlands, þá er spurt hver kunni að vera helstu skotmörk Rússa. Herstöðin í Ramstein ... þarf nokkuð að ræða? Rússar eru með eldflaugar á margföldum hljóðhraða. Amerískar eldflaugar sem traktorar í samanburði. Hvað um brúna milli Evrópu og Ameríku, Keflavíkurflugvöll? Sjálfa Atómstöðina. Í aðdraganda stríðsins í Austurvegi skýrðu fjölmiðlar frá vaxandi umsvifum, milljarða fjárfestingum samanber frétt vinar míns Sigmundar Ernis í Fréttablaðinuí janúar 2022. „Þunginn er að færast til norðurs,“ hafði SER eftir vini okkar Alberti Jónssyni.  Stríð er ekki tölvuleikur, það er dauðans alvara. Þúsundir falla í hverjum mánuði í Úkraínu. Der Spiegel segir: Ukraine Losing Hundreds of Soldiers Every Day. Zelinskiy biður um orrustuþotur. Rússar hafa gereyðilagt „strategíska“ flugvelli í myrkvaðri Úkraínu. Fljúga þoturnar frá Ramstein? Sprengjuþotur frá Íslandi?

#image_title

Við sem eldri erum munum eina áhrifamestu kvikmynd allra tíma; Dr. Strangelove; How I Stopped Worrying and Became to Love the Bomb. Satíra sem átti að frumsýna 22.nóvember 1963, daginn sem John F. Kennedy var myrtur í Dallas Texas af CIA en var frestað til 1964. Ég var gutti. Við höfum sogast inn í miðju stormsins. Allar þessar konur á stjórnlausum stríðsvagni. Er ekki tími til kominn að líta á sviðsmynd styrjaldar og gereyðingar. Færeyingar halda sig utan við brjálæðið. Eitt sinn var kyrjað vanhæf ríkisstjórn ...

Skildu eftir skilaboð