Rannsókn: D-vítamín minnkar stórlega hættuna á innlögn og dauða af völdum COVID-19

frettinCOVID-19, Rannsókn, Vísindi1 Comment

Samkvæmt nýrri rannsókn dregur D-vítamín úr hættunni á að deyja af völdum COVID-19 um 51% og minnkar hættuna á innlögn á gjörgæslu um 72%. Nýja rannsóknin, sem birt var í tímaritinu Pharmaceuticals ber heitið „Verndaráhrif D-vítamíns á COVID-19-tengda gjörgæsluinnlagnir og dánartíðni.“ Hér er ágripið, sem dregur saman aðferðir og niðurstöður rannsóknarinnar.

Bakgrunnur: COVID-19 heimsfaraldurinn er ein mikilvægasta áskorun heimsbúa fyrir heilbrigðisþjónustu á heimsvísu. Ýmsar rannsóknir hafa fundið tengsl milli alvarlegs D-vítamínskorts og COVID-19 tengdra afleiðinga. D-vítamín gegnir mikilvægu hlutverki í ónæmisstarfsemi og bólgumyndun. Nýleg gögn hafa bent til verndandi þáttar D-vítamíns í tengslum við COVID-19 heilsufar.

Tilgangur þessarar meta-greiningar og raðgreiningar (TSA) var að skýra betur styrk tengslanna á milli verndandi þáttar D-vítamínsinntöku og hættunnar á dauða og innlögnum á gjörgæslu hjá sjúklingum með COVID-19.

Aðferðir: Við skoðuðum fjóra gagnagrunna þann 20. september 2022. Tveir rannsóknarhöfundar rýndu í slembiraðarar klínískar rannsóknir (RCT) og mátu hættuna á hlutdrægni, sjálfstætt og í samvinnu. Fyrirfram tilgreindar niðurstöður voru dánartíðni og innlagnir á gjörgæsludeild.

Niðurstöður: Við greindum 78 heimildaskrár. Eftir skoðun rannsóknaraðila reyndust aðeins fimm klínískar rannsóknir (RCT) henta fyrir okkar greiningu. Við gerðum meta-greiningar og síðan raðgreiningar. D-vítamín inntaka leiðir til minni hættu á dauða og innlagnar á gjörgæsludeild (staðlaður meðalmunur (95% CI): 0,49 (0,34–0,72) og 0,28 (0,20–0,39), í sömu röð). TSA um verndandi hlutverk D-vítamíns og innlagna á gjörgæsludeild sýndu að þar sem sameining rannsóknanna náði ákveðinni úrtaksstærð eru jákvæðu tengslin óyggjandi. TSA um verndandi hlutverk D-vítamíns í tengslum við hættuna á dauða sýndi að z-ferillinn var innan alfa-markanna, sem gefur til kynna að jákvæðu niðurstöðurnar þarfnist frekari rannsókna.

Umræða: Niðurstöður meta-greininganna og tilheyrandi TSA benda til óyggjandi tengsla á verndaráhrifum D-vítamíns og gjörgæsluinnlagna.

Dr. John Campbell fjallar um nýju rannsóknina í nýlegu myndbandi, þar sem hann heldur því fram að sönnunargögnin um D-vítamín séu nú óyggjandi og veltir því fyrir sér hvers vegna ekki sé verið að hvetja opinberlega til nægjanlegrar D-vítamín inntöku í Bretlandi. Sú staðreynd að Lyfjastofnun Bretlands (MHRA) er 86% fjármögnuð af lyfjaiðnaðinum kann að hafa eitthvað með það að gera, segir Campbell.

One Comment on “Rannsókn: D-vítamín minnkar stórlega hættuna á innlögn og dauða af völdum COVID-19”

  1. Tókuð þið eftir að í miðjum Covid faraldrinum þá varaði sóttvarnarteymið sig á að nefna nokkru sinni
    heilandi áhrif D vítamíns gagnvart bólgum. Sóttvarnarlæknirinn hefði fengið hól ef hann hefði verið sínu sóttvarnarembætti trúr og mælt með þessu vítamíni og getað bætt við að gott væri að taka lýsi daglega. Af hverju brást hann þessum skyldum sínum. Í staðinn talaði hann í sífellu um bólusetningar og.skyldi
    skjólstæðinga sína eftir ráðvillta og án þess að bæta vitneskju þeirra í þessu efni, sem embættið fyrst og síðast ætti að snúas um, að endurbæta almannaþekkingu á hvernig verjast skal sjúkdómum.

Skildu eftir skilaboð