Biden Bandaríkjaforseti birtist óvænt í Kænugarði á meðan Trump ætlar til Ohio

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Mengunarslys, Stjórnmál, Úkraínustríðið, Umhverfismál1 Comment

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, fór í óvænta heimsókn til Kænugarðs í Úkraínu í morgun. Þar hitti hann Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu, og lofaði áframhaldandi og frekari stuðningi við stríðið í landinu. Frá þessu greina erlendir fjölmiðlar í dag.

Bandaríkjaforsetinn á að hafa ferðast með Air Force One frá Washington í Bandaríkjunum til Póllands, og þaðan til Kænugarðs þar sem hann lenti í morgun. Heimsóknin á sér stað í aðdraganda árs afmælis innrásar Rússlands í Úkraínu.

Heimsóknin varaði í sex tíma, þar af tveggja tíma fund í forsetahöllinni. Þar lofaði Biden hálfum milljarði dolla í stuðning, til viðbótar við á annað hundrað milljarða sem Bandaríkin hafa nú þegar veitt til stríðsrekstursins í Úkraínu. Hann tilgreindi ekki hvort stuðningurinn fæli í sér orrustuþotur eða langdræg vopn, eins og ríkisstjórn Úkraínu hefur þrálátlega óskað eftir.

„Vitið þið, að ári liðnu, stendur Kænugarður enn. Úkraína stendur,“ sagði Biden. „Lýðræðið stendur. Ameríka stendur með ykkur og heimurinn stendur með ykkur. Kænugarður hefur eignast hlutdeild í hjarta mínu“ er haft eftir Bandaríkjaforseta af þessu tilefni.

Eftir fundinn fór hann í labbitúr með Volodomyr Zelensky, í sólskini og prýðilegu veðri í höfuðborginni. Loftvarnaflauta hljómaði en forsetarnir voru brattir og létu það ekki á sig fá.

Miklar gagnrýnisraddir heimafyrir

Heimsókn Biden ber upp á Forsetadaginn í Bandaríkjunum, þriðja mánudag í febrúar ár hvert. Forsetinn hefur fram að þessu ekki látið sig miklu varða raunir íbúanna í Ohio og víðar, sem líða fyrir mjög alvarlegt og útbreitt mengunarslys sem varð í bænum Austur-Palestínu í byrjun mánaðarins.

Alríkisstjórnvöld neituðu til að mynda ósk ríkisstjóra Ohio um fjárhagsaðstoð á þeim grundvelli að ekki sé um náttúruhamfarir að ræða. Ennfremur hefur forsetinn enn ekki látið sjá sig á svæðinu til að stappa stálinu í íbúana. Fólkið á svæðinu virðist að hluta vera upp á eigin spýtur og hafa sjálf þurft að bera kostnað af mengunarmælingum og heilsutjóni. Pete Buttigieg, samgöngu- og innviðaráðherra, hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir ástand innviða og hæg viðbrögð vegna atviksins.

Donald Trump, fv. Forseti Bandaríkjanna, hefur hinsvegar boðað komu sína á svæðið nk. miðvikudag, rúmum tveimur vikum eftir að óhappið varð. Ýmsir hafa bent á að áhugaleysi Joe Biden Bandaríkjaforseta og meginstraumsfjölmiðla á slysinu geti stafað af því að á hamfarasvæðinu séu kjósendur Repúblikanaflokksins í meirihluta. Athygli hefur einnig vakið hvernig umhverfismálafrömuðir á borð við Al Gore, Gretu Thunberg o.fl. hafi enn ekki látið í sér heyra vegna atviksins.

Trump áætlar að vísítera hamfarasvæðið í Ohio.

One Comment on “Biden Bandaríkjaforseti birtist óvænt í Kænugarði á meðan Trump ætlar til Ohio”

  1. Erna, mér þykir mjög ólíklegt að þessi fundur hafi verið í Kænugarði?
    Ætli þessir tveir kaunar hafi ekki verið knúsast einhvers staðar nálægt NATO herstöð í Pollandi. Stjórnmálamenn BNA er þekktir fyrir að vera paranoid þegar þeir fara út úr húsi enda skal engan undra þar sem þeir hafa mun meira slæmt enn flestir á sannviskunni. Loftvarnarflauturnar eru örugglega til staðar þar sem þessi fundur fór fram og þar með ekki erfitt að ræsa þær.

Skildu eftir skilaboð