Bandaríkin sögð hafa lýst yfir stríði gegn Rússlandi með stuðningi við árásir á Krímskaga

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Stjórnmál, Úkraínustríðið, Utanríkismál2 Comments

Rússneski áróðursmeistarinn Igor Korotchenko, segir Bandaríkin hafa gefið út stríðsyfirlýsingu með því að samþykkja og styðja árásir á hernaðarmannvirki á Krímskaga. Frá því greindi Newsweek 19. febrúar sl.

Ummælin komu í framhaldi af því að Victoria Nuland, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að Bandaríkin teldu að Krímskagi skyldi að lágmarki verða afvopnaður. Til viðbótar að Washington styðji árásir Úkraínumanna á hernaðarleg skotmörk á skaganum, sbr. frétt Reuters þar um.

Rússnesk stjórnvöld hafa hinsvegar viljað stíga varlega til jarðar og hafa óskað eftir rósemi í yfirlýsingum til að koma í veg fyrir frekari stigmögnun átaka.

Staða Krímskagans hefur verið umdeild á Vesturlöndum. Gagnvart stjórnvöldum í Kænugarði og á Vesturlöndum eftir valdaránið í Kænugarði árið 2014, var Krímskaginn „innlimaður með hervaldi Rússlands“. Gagnvart íbúunum sjálfum, sem eru Rússar í miklum yfirngæfandi meirihluta, héldu þeir kosningar strax um vorið 2014, til að ákveða hvort ætti að lýsa yfir sjálfstæði og ganga í Rússneska ríkjasambandið. Það voru viðbrögð þeirra við atburðunum í höfuðborginni. 

Vargur leggur drög að Þriðju heimsstyrjöldinni

Niðurstaða kosninganna sýndi yfir níutíu prósent stuðning með þeirri ákvörðun. Umsóknin var undireins samþykkt af Dúmunni. Ekki er hægt að neita því að Rússland hafði hagsmuni á svæðinu, með Svartahafs-herskipaflota sinn í Sevastopol og herflugvöll í Simferopol. Það hefur án efa hjálpað þeim við að bregðast hratt og vel við ósk Krímverja. Staðan í dag er sú að Rússar líta á Krímskagann sem óumdeildan hluta af Rússlandi sem þeir muni verja af sama afli og alla aðra hluta landsins.

Þessi sama Victoria Nuland, þá aðstoðarutanríkisráðherra Evrasíumála, er talin hafa verið einn af samsærismönnunum sem skipulagði valdaránið í Kænugarði árið 2014. Það var staðfest með símhlerun á samtali hennar og þá bandaríska sendiherrans í Úkraínu, Geoffrey Pyatt. Hún er einnig bendluð við hryðjuverkið á Nordstream-gasleiðslunum, í takti við eigin yfirlýsingar og uppljóstrun bandaríska rannsóknarblaðamannsins Seymour Hersh þar um.

Elon Musk hafði þetta um málið að segja á samfélagsmiðlinum sínum Twitter í dag, í svari við innleggi Jordan Peterson sem hafði deilt áhyggjum af ástandinu með Biden Bandaríkjaforseta:

2 Comments on “Bandaríkin sögð hafa lýst yfir stríði gegn Rússlandi með stuðningi við árásir á Krímskaga”

  1. Yrði heimurinn ekki svo miklu friðsælli og betri á allan hátt ef við myndum bara fá Kvenfólk í allar æðstu stjórnunarstöður?

    Eða er það ekki bara mýta?

  2. Gott dæmi um hæfni er blessaður utanríkisráðherran, (pokarottan) hér er mynd af henni
    https://www.mbl.is/folk/frettir/2011/01/07/rangeygd_pokarotta_slaer_i_gegn_a_facebook/

    hér er annað dæmi um annan snilling
    https://www.visir.is/g/20232381936d/bjorn-bjarnason-hundskammar-moggamenn

    Er fólk virkilega að kalla þennan kauna sérfræðing í utanríkismálum, ja hérna hér!!!
    Þetta skoffín er heilaþvegin NATO hvolpur með hæstu gráðu í Rússahatri, forritaður, hæfileikalaus tækifærissinni og ekkert annað.

Skildu eftir skilaboð