Bill Gates kaupir hlut í Heineken fyrir 900 milljónir bandaríkjadala

frettinErlent, ViðskiptiLeave a Comment

Bill Gates hefur keypt 3,8% hlut í Heineken Holding NV, sem á ráðandi hlut í Heineken NV, fyrir um 902 milljónir bandaríkjadala, eða 130 milljarða íslenskra króna.

Kaupin fóru fram í síðustu viku samkvæmt skráningu hollenska fjármálaeftirlitsins AFM. Gates keypti persónulega 6,65 milljónir hluta í Heineken Holding og aðra 4,18 milljónir hluta í gegnum félag hans Bill & Melinda Gates Foundation Trust.

Hlutabréfin eru metin á 848,2 milljónir evra (902 milljónir dala), samkvæmt útreikningum Bloomberg á lokaverði hlutabréfanna 17. febrúar sl.

Bill & Melinda Gates Foundation Trust hefur einnig fjárfest í hollensku netvöruversluninni Picnic BV og á jafnframt 1,34% hlut í hollenska áburðarframleiðandanum OCI NV.

Fortune.com

Skildu eftir skilaboð