Loftslagsofstækismaður ruddist inn á flutning Loreen í kvöld

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Fræga fólkið, Umhverfismál1 Comment

Loftslagsöfgamaður ruddist upp á svið í kvöld, þegar sænska söngkonan Loreen flutti lagið sitt „Tattoo“ á sviði á tónlistarhátíðinni Melodifestivalen 2023, sem er sænska undankeppnin fyrir Eurovision. Frá þessu greinir m.a. sænska blaðið Expressen í kvöld.

Loreen varð brugðið og þurfti að gera hlé á flutningi sínum, á meðan öfgamaðurinn var fjarlægður af sviðinu. Söngkonunni dáðu, sem sigraði Eurovision árið 2012 með laginu „Euphoria“, og flestir ættu að kannast við, varð ekki meint af. Hún fékk tækifæri til að byrja upp á nýtt og klára að flutninginn og komast áfram í keppninni.

Aðdáendur söngkonunnar voru miður sín yfir atvikinu og tjáðu sig um það á Twitter.

One Comment on “Loftslagsofstækismaður ruddist inn á flutning Loreen í kvöld”

Skildu eftir skilaboð