First Republic Bank fallinn: annað stærsta bankahrun í sögu Bandaríkjanna

frettinErlentLeave a Comment

First Republic Bank í Bandaríkjunum er fallinn og hefur JPMorgan Chase eignast allar innstæður bankans og „verulegan meirihluta eigna“. Eftirlitstaðilar hafa tekið yfir sjálfan bankann.

Þetta er næst stærsta bankagjaldþrot í sögu Banda­ríkj­anna, aðeins Washington Mutual bankahrunið er stærra. Frá því í mars hafa einnig Silicon Valley Bank og Signature Bank fallið.

Hluta­bréf í First Republic hafa verið í frjálsu fall frá því að bank­inn til­kynnti í síðustu viku að inn­lán bank­ans hafi rýrnað um 100 millj­arða banda­ríkja­dollara á fyrsta árs­fjórðungi þessa árs.

Skildu eftir skilaboð