Mótmæli og óeirðir brutust út á götum Parísar í dag vegna áforma Macron forseta um umbætur á eftirlaunagreiðslum. Mótmælt hefur verið í Frakklandi margar helgar í röð síðustu mánuði.
Aðskotahlutum var kastað í lögreglu, kveikt í reiðhjólum og strætóskýli eyðilögð eftir að kröfugöngur undir forystu verkalýðsfélaga hófust frá Lýðveldistorginu í miðborg Parísar.
Macron hefur staðið frammi fyrir viðvarandi borgaralegri ólgu vegna mikillar reiði franskra starfsmanna sökum áforma um að hækka eftirlaunaaldur úr 62 ár í 64. Auk hækkunar aldurs þurfa Frakkar að hafa unnið óslitið í 43 ár til að eiga rétt á fullum lífeyri.
Talið er að allt að milljón manns hafi farið út á götur í París og öðrum borgum víðs vegar um Frakkland í dag, á verkalýðsdeginum 1. maí.
Fjöldi manns ákvað að vera með svartar regnhlífar til að verjast drónum sem Frakklandsforseti lét fljúga yfir svæðið, til að ekki væri hægt að bera kennsl á fólkið.
https://twitter.com/BernieSpofforth/status/1653006783600885760
One Comment on “Mótmæli og óeirðir í Frakklandi á verkalýðsdaginn”
þetta er ekki bara útaf eftirlaunaaldrinum , þeir eru að mótmæla glóbalwarming ruglinu, elítunni og margt margt fl.