Tucker Carlson: Ef þú spyrð hvernig bygging 7 hrundi ertu rekinn úr starfi

frettinErlent, Fjölmiðlar1 Comment

Bandaríski þáttastjórnandinn Tucker Carlson, sem nýlega hætti störfum hjá sjónvarpsstöðinni Fox News, segir í nýju myndbandi að spyrji maður í beinni útsendingu að því hvernig bygging nr. 7 í World Trade Center í New York hafi hrunið, þá missir maður starfið.

Hin 47 hæða bygging féll beint niður, á næstum frjálsum fallhraða, að mestu leyti á eigin grunn, nokkuð sem efasemdarmenn segja að hafi öll einkenni þessi að hruninu hafi verið stjórnað. Engri flugvél var flogið á þá byggingu.

Carlson segir að mæti maður í sjónvarpið í dag og segi að jörðin sé flöt, hlær fólkið bara, því sé sama þó þú haldir að jörðin sé flöt, það stafar engum ógn af því. „En spyrji maður hvað í raun gerðist með byggingu 7, það er eitthvað skrýtið við það, þá tryllist fólk. En hvers vegna má ég ekki spyrja að því, þetta er mitt land, þetta gerðist í mínu landi, ég skil ekki. Hrynja byggingar bara, nei, eða kannski, ég veit það ekki, en hvers vegna má ekki spyrja að því? Þegar maður má ekki spyrja um eitthvað, þá ætti maður einmitt að spyrja fleiri spurninga um það,“ sagði Carlson og hló.

Hlustið á Tucker:

One Comment on “Tucker Carlson: Ef þú spyrð hvernig bygging 7 hrundi ertu rekinn úr starfi”

Skildu eftir skilaboð