Ólympíu-og heimsmeistarinn Tori Bowie látinn 32 ára

frettinErlentLeave a Comment

Bandaríski spretthlauparinn og langstökkvarinn Tori Bowie er látinn 32 ára gömul að sögn umboðsmanns hennar Kimberly Holland. Bowie var þrefaldur ólympíuverðlaunahafi og tvöfaldur heimsmeistari í frjálsíþróttum.

Umboðsmaður hennar sagði í samtali við CNN á miðvikudag að Bowie hafi fundist látinn á heimili sínu í Flórída og að dánarorsök liggi ekki fyrir.

„Við erum niðurbrotin að tilkynna ykkur þær sorglegu fréttir að Tori Bowie sé látinn,“ segir í Instagram færslu frá umboðsfyrirtæki hennar, Icon Management Inc..

„Við höfum misst viðskiptavin, kæra vinkonu, dóttur og systur. Tori var meistari...ljós sem skein svo skært! Við erum sannarlega sorgmædd og hugur okkar er með fjölskyldunni, vinum og öllum sem elskuðu hana.“

Bowie vann til þrennra verðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó 2016: gull í 4x100 metra boðhlaupi, silfur í 100 metra hlaupi og brons í 200 metra hlaupi. Á heimsmeistaramótinu 2017 vann hún gull bæði í 100 metra og 4x100 metra hlaupi. Sigurtími hennar var 10,85 sekúndur. Besti tími hennar í hundrað metra hlaupi var 10,78 sekúndur.

Síðast keppti Bowie opinberlega í júní 2022 og var síðast á heimsvelli árið 2019 á heimsmeistaramótinu í Doha, og varð þar í fjórða sæti í langstökki.

CNN.

Skildu eftir skilaboð