Veggspjöld með „kynfræðslu“ fyrir börn fjarlægð úr Smáraskóla eftir umræður á samfélagsmiðlum

frettinInnlent, Skólamál7 Comments

Myndir af veggspjöldum með „kynfræðslu“  í matsal Smáraskóla í Kópavogi fóru vítt og breytt um samfélagsmiðla um helgina. A.m.k. tvö eins plaköt héngu uppi á vegg í matsal skólans, þar sem skólabörn á öllum aldri matast á skólatíma.

Myndirnar koma frá Reykjavíkurborg og var dreift fyrir Viku Sex í grunnskóla og félagsmiðstöðvar Reykjavíkurborgar. Það er Jafnréttisskóli Reykjavíkur sem sér um Viku Sex, en fleiri grunnskólar en í Reykjavík tóku þátt í verkefninu. 

Á veggspjaldinu, sem ber yfirskriftina Kynferðisleg hegðun og var að finna á tveimur stöðum í matsal Smáraskóla stendur meðal annars: „Skoðaðu kynfæri þín í spegli til að kynnast þér betur.“ Textinn er við mynd af stúlku og dreng sem horfa á hvort annað og halda speglum við kynfærin, stúlkan á hækjum sér með útglennta fótleggi.

„Prufaðu alls konar kossa; stutta, lausa, langa, fasta, djúpa með tungu og án.“ Við textann er mynd af vörum og tungu sem úr leka munnvatnsdropar.

Einnig segir: „Finndu þínar fantasíur! Þú þarft hvorki að horfa á skjá né nakinn líkama til að kalla fram fantasíu sem kemur þér til! Lokaðu bara augunum og byrjaðu að hugsa...“  Og: „hvað finnst þér gott, má ég klæða þig úr, viltu stoppa? viltu prófa eitthvað annað?“

Þá hafa einhverjir velt því fyrir sér hvort efsta myndin í vinstra horni sé af fullorðinni konu og yngri einstaklingi.

Kristín Þormar ásamt nokkrum öðrum konum heimsóttu Smáraskóla á þriðjudagsmorgun og fóru þar á fund með skólastjóranum varðandi kynfræðsluefnið í skólanum. Búið var að fjarlægja myndirnar úr matsalnum, sem skólastjóri sagðist hafa látið gera eftir að hafa frétt af umræðum á samfélagsmiðlum um málið. Hann mun síðan hafa sent foreldrum skólabarnanna afsökunarbréf.

Frásögn Kristínar má lesa hér:

7 Comments on “Veggspjöld með „kynfræðslu“ fyrir börn fjarlægð úr Smáraskóla eftir umræður á samfélagsmiðlum”

  1. Fólk þarf virkilega að fara að átta sig á skaðræðinu sem þessi svokallaða “kynfræðsla” er – og sérstaklega hvað býr að baki þessu nýja “námsefni” í sem verið er að innleiða hér á landi eins og annars staðar.

    Ég skrifaði um þetta nýlega með fullt af tilvísunum í gögn, vinsamlega kynnið ykkur það því þetta er grafalvarlegt mál sem varðar börnin okkar.

    Er kynfræðsla barna á Íslandi á réttri vegferð?

    https://kristinthormar.blog.is/blog/kristinthormar/entry/2289576/

  2. Gott mál að svona plaköt eru fjarlægð og vonandi koma hinir skólarnir í kjölfarið, foreldrar eiga að hafa eitthvað um það að segja hvað krökkunum er kennt í skólanum,,

  3. Að fjarlæga plakötin er auðvelt. Að fjarlæga þá sem eru að koma þeim upp er erfiðara en það verður að gera líka svo að þetta verði ekki einsog smá hraðahindrun fyrir þá sem að liggja að baki þessu öllu því að þeir eru ekkert á förum. Þessi klámvæðing er ekki bara á Íslandi þetta er allstaðar á Vesturlöndum og fór á fullt skrið eftir sprautu herferðina.

  4. Alger viðbjóður! Hvaða úrkynjaða hyski dettur þetta í hug? Þetta eru börn!

  5. Að sjálfsögðu á ekki að fræða börn um kynlíf, slíkt gerir barnaníðingum erfiðara fyrir að misnota börnin. Gerir líka krökkum sem eru orðin ánetjuð porni erfitt fyrir, gætu farið að trúa því að porn sé ekki lýsing á kynlífi. Fjandinn hafi það, hættum bara að fræða börnin alveg, þetta eru bara framtíðarþrælar fyrir okkur í Sjálfstæðisflokknum og það er best að þau hafi ekkert í hausnum svo þau kjósi okkur og styrki svo síður sem halda að þær séu fjölmiðlar…

  6. Einar ertu að leika þér að því að misskilja? Það er enginn á móti kynlífsfræðslu í skólum.

Skildu eftir skilaboð