Núverandi forstjóri leyniþjónustu Bandaríkjanna var einn af gestum Epstein

frettinErlentLeave a Comment

Þýdd grein eftir bandaríska rithöfundinn Jordan Sacher:

Jafnvel þó að Jeffrey Epstein hafi „framið sjálfsmorð“ fyrir næstum fjórum árum síðan, er málið hans enn þann dag í dag mikilvægt, og við eigum enn eftir að fá að vita um hvað nákvæmlega Epstein, Ghislaine Maxwell og félagar hans voru að aðhafast. Hlé virðist hafa verið gert á nýjum upplýsingum í nokkra mánuði en það lítur út fyrir að flóðgáttirnar séu að opnast og ný gögn að birtast í málinu.

Síðasta sunnudag 30. apríl birti dagblaðið Wall Street Journal grein þar sem fram koma glænýjar upplýsingar úr fundarbókum Epstein frá árunum 2013 til 2017. Þetta voru gögn sem ekki höfðu verið birt áður og voru ekki hluti af hinni opinberu „svörtu bók“ Epstein eða  flugdagbókum sem vitað er um. Ný nöfn komu til sögunnar í þessari frétt WSJ, meðal annars William Burns, núverandi forstjóra leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) fyrir Biden-stjórnina, Ariane de Rothschild og málvísindamaðurinn Noam Chomsky.

Núverandi forstjóri CIA. Spáið í það! Epstein fundaði margoft með Ehud Barak, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, og manni sem er núverandi forstjóri CIA (þótt Burns hafi verið skipaður CIA-forstjóri eftir að Epstein „framdi sjálfsmorð“, þá skiptir það enn máli og Burns hafði líklega leyniþjónustutengsl á meðan Epstein var á lífi og þeir höfðu hist). Þetta styður þá kenningu að markmið Epstein og Maxwell með kynlífssmygli þeirra hafi verið að stunda fjárkúganir fyrir hönd leyniþjónustustofnana (CIA eða Mossad).

Wall Street Journal birti einnig annan hluta af nýjum upplýsingum úr bókum Epstein í fyrradag, 3. maí.

Í frétt Fox News um gögn WSJ segir:

Milljarðamæringurinn Reid Hoffman, sem er einn af stærri styrktaraðilum Demókrataflokksins heimsótti líka hina alræmdu Epstein-eyju í Karabíska hafinu. Hoffman er þessa dagna að fjármagna nauðgunarmál fyrir dómstólum gegn Donald Trump fyrrverandi forseta. Hoffman heimsótti hina alræmdu einkaeyju kynferðisafbrotamannsins Jeffrey Epstein og átti samkvæmt dagbókum að dvelja í húsi hans á Manhattan árið 2014, samkvæmt skýrslu sem birt var á miðvikudag.

Wall Street Journal komst yfir skjöl sem sýna að Reid Hoffman, sem einnig er stofnandi og fyrrverandi stjórnarformaður LinkedIn, hafi heimsótt eyju Epstein. Eyjan sem er hluti af bandarísku Jómfrúaeyjunum í Karabíska hafinu var einnig þekkt sem „pedófílaeyja,“ þar sem Epstein og félagar hans voru sakaðir um mansal og kynferðisofbeldi gegn stúlkum undir lögaldri.

„Bíðum nú hæg, milljarðamæringur og stofnandi LinkedIn, sem er að fjármagna ásakanir um nauðgun á hendur Donald Trump, heimsótti einkaeyju Epstein. Þeir sem öskra hæst hafa oft mest að fela.“

Samhliða upplýsingum Wall Street Journal er einnig yfirstandandi dómsmál milli bandarísku Jómfrúaeyjanna og JPMorgan Chase bankans. Jamie Dimon, forstjóri JPMorgan, verður yfirheyrður í New York dagana 26. og 27. maí í tveggja sólarhringa skýrslutökum, samkvæmt fréttamiðlinum CNBC. Í því máli eru að birtast óvæntar upplýsingar.

„Jamie Dimon vissi árið 2008 að viðskiptavinur hans, milljarðamæringurinn, væri í mansali,“ sagði lögmaður Jómfrúareyja í réttarhöldum í mars sl.

Vitnisburður Jamie Dimon verður áhugaverður, við munum þá sjá hversu mikið hann viðurkennir eða „getur ekki munað“. Við erum einnig að fá nýjar upplýsingar í þessu dómsmáli úr dómskjölum. Epstein fékk að geyma milljónir dollara í JPMorgan Chase bankanum eftir að hann varð opinberlega þekktur sem kynferðisbrotamaður. Jamie Dimon gæti vel hafa aðstoðað Epstein í fjárhagslegum viðskiptum hans og svo virðist sem framkvæmdastjórar JPMorgan hafi verið að senda Epstein ósæmilegar myndir af ólögráða börnum með símaskilaboðum.

Frá Law & Crime vefsíðu varðandi þessa frétt:

Þáverandi æðsti framkvæmdastjóri JPMorgan Chase, Jes Staley, er sagður hafa misnotað „sum“ af fórnarlömbum Epstein, og fengið senda „kynferðislega“ ljósmynd af einni ungri konu sem nú er látinn, sagði dómari í úrskurði.

Sl. mánudag gaf dómarinn Jed Rakoff  út 54 blaðsíðna álit þar sem hann útskýrir hvers vegna hann setti fram fullyrðingar um að JP Morgan og Deutsche Bank hafi vísvitandi hagnast á kynlífssmygli Jeffrey Epstein. Rakoff opinberaði nýjar upplýsingar um bankann og fyrrverandi stjórnendur hans í rökstuðningi sínum.

Svo virðist sem Epstein hafi átt í mjög nánu sambandi við fyrrverandi framkvæmdastjóra JPMorgan Chase og gæti jafnvel hafa framið glæpsamlegt athæfi með honum.

Hvað veit Jamie Dimon, forstjóri JP Morgan? Ég reikna með að við komumst kannski að því síðar í þessum mánuði.

Tveir nýlegir atburðir í Epstein málinu tengjast meðal annars Victoria Secret milljarðamæringnum Les Wexner sem reynir að komast undan  stefnu frá Jómfrúaeyjunum. Hann er fjárfestir og er að kaupa einkaeyju Epstein.

Um sögu Wexner úr miðlinum Radar Online:

Undirfatamógúllinn Les Wexner er sagður hafa notað þrekvaxna lífverði til að forðast stefnu í málshöfðuninni þar sem JPMorgan bankinn er ásakaður um að hafa aðstoðað Epstein við að starfrækja mansal á börnum, að því er miðilinn RadarOnline.com segir.

Bandarísku Jómfrúaeyjarnar vilja yfirheyra Wexner sem er stofnandi og fyrrverandi forstjóri fyrirtækjanna The Limited og Victoria's Secret. Hann er almennt talinn hafað aðstoðað Epstein við að safna milljónum dollara um miðjan níunda áratuginn.

En hinn slægi 85 ára gamli auðkýfingur er sagður hafa forðast stefnuvotta og Jómfrúaeyjar hafa hafa beðið alríkisdómara á Manhattan sem hefur yfirumsjón með málinu að senda stefnuna með ábyrgðarpósti.

Wexner er á flótta!

Og hvað varðar einkaeyjarnar, þá hefur milljarðamæringurinn Stephen Deckoff, stofnandi fyrirtækisins Black Diamond Capital Management, tilkynnt um áform sín að kaupa eyjarnar sem voru í eigu Epstein.

Svo virðist sem hann sé að kaupa þær fyrir 60 milljónir dollara, á hálfvirði, og hefur áætlanir um að breyta eyjunum í 5 stjörnu lúxus dvalarstað.

Ég sé kynningarefnið nú þegar fyrir mér, „Stígðu fæti á sama stað og Bill Clinton hefur verið!“

Deckoff mun þurfa að spúla og hreinsa eyjarnar vandlega til að hreinsa allan skítinn af þeim. Gangi honum sem allra best, eða þannig, þetta er ferðamannastaður sem ég mun þó ekki heimsækja.

Nóg í bili, en ég er viss um að það er miklu meira en þetta. Við ættum að heyra meira um Epstein/Ghislaine málið á næstu mánuðum í gegnum dómsmál og í fjölmiðlum sem hafa hugrekki til að segja söguna.

Það verður spennandi að sjá hverju við komumst að og hver verður handtekinn næst!

Jordan Sacher

Skildu eftir skilaboð