Akureyri og Samtökin ’78 gera samning um hinseginfræðslu í skólum o.fl.

frettinHinsegin málefni, InnlentLeave a Comment

Á síðu Akureyrarbæjar segir að undirritaður hafi verið samstarfssamningur Akureyrarbæjar og Samtakanna ´78 um þjónustu og fræðslu sem samtökin veita í sveitarfélaginu. „Sólin skein og fáni fjölbreytileikans blakti við hún þegar Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri og Daníel E. Arnarson framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 skrifuðu undir samninginn á stéttinni framan við Amtsbókasafnið,“segir í tilynningunni.

„Fræðsla Samtakanna ’78 er vönduð hinseginfræðsla, byggir á gagnreyndum aðferðum, nýjustu rannsóknum, og fer fram í góðu samráði við hinsegin fólk. Samkvæmt samningi sveitarfélagsins við samtökin verður veitt fræðsla um kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu og kyneinkenni fólks. Markmið fræðslunnar er fyrst og fremst að veita þekkingu á hinsegin málefnum,“ segir jafnframt tilkynningu Akureyrarbæjar.

„Samningurinn kveður á um fræðslu til starfsfólks grunnskóla, nemenda grunnskóla, starfsfólks leikskóla, ungmenna í félags- og frístundamiðstöðvum, til stjórnenda sem starfa hjá Akureyrarbæ og til þjálfara íþróttafélaga. Einnig er í samningnum ákvæði um að ungmenni á Akureyri fái aðgang að ráðgjöf Samtakanna ´78 endurgjaldslaust.“

Samningurinn gildir frá haustönn 2023 til og með vorönn 2026.

Skildu eftir skilaboð