Bandaríkjastjórn tilkynnir opinberlega um siglingu kjarnorkukafbáts til Suður-Kóreu

frettinErlentLeave a Comment

Bandarískur kjarnorkukafbátur mun sigla til Suður-Kóreu innan nokkurra mánaða og verður ferðin tilkynnt opinberlega, nokkuð sem hefur vakið umræðu, þar sem hingað til hefur verið talað um kafbátana sem hina „hljóðlátu þjónusta sjóhersins“.

Embættismenn Pentagon hafa staðfest að einn af 14 bátum sjóhersins í svokölluðum Ohio-flokki muni heimsækja Suður-Kóreu, eins og Joe Biden forseti gaf til kynna þegar hann tilkynnti um „ráðgjafahóp um kjarnorkuvopn“ þegar Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, heimsótti  Hvíta húsið í síðasta mánuði.

Kafbátarnir sem kallaðir eru "Boomers" hafa gengið undir heitinu hin „hljóðláta þjónusta sjóhersins“ vegna þess að bátarnir eru hannaðir til að sigla óséðir og viðkomustaðir þeirra hafa sjaldnast verið opinberaðir, hvað þá básúnaðir, af stjórnendum þeirra. Hver kjarnorkukafbátur ber allt að 20 D-5 Trident eldflaugar.

Að tilkynna opinberlega um heimsóknir kjarnorkukafbáta er ný stefna Bandaríkjastjórnar og stangast hún á við stefnu yfirvalda um leynd i málefnum kjarnorkuvopna, segja sérfræðingar samkvæmt fréttamiðlinum Bloomberg.

Skildu eftir skilaboð