Kostnaður ríkisins við öryggisgæslu í kringum leiðtogafundinn á annan milljarð króna

frettinInnlent1 Comment

Leiðtogafundur Evrópuráðsins verður haldinn í Reykjavík dagana 16. til 17. maí 2023. Þetta er í fjórða sinn í 74 ára sögu stofnunarinnar sem leiðtogar aðildarríkja koma saman undir merkjum ráðsins. Á fundinum verða grundvallargildi Evrópuráðsins áréttuð svo og stuðningur ráðsins við Úkraínu.

Íslenska lögreglan mun fá aðstoð frá norrænu lögreglulið. Ríkisútvarpið sagði frá því í apríl að um þrjú hundruð íslenskir lögreglumenn hafi fengið þjálfun í meðferð skotvopna í tengslum við leiðtogafundinn. Íslenska ríkið mun greiða kostnað við öryggisgæsluna sem verður á annan milljarð króna.

Skotvopn hafa verið keypt fyrir íslensku lögrelguna í tengslum við öryggisgæsluna á fundinum. Erlendir lögreglumenn sem aðstoða við öryggisgæsluna og erlendir öryggisverðir verða einnig vopnaðir. Á fundinum verða grundvallargildi Evrópuráðsins áréttuð svo og stuðningur ráðsins við Úkraínu. Lögð verður áhersla á að styrkja starf Evrópuráðsins með grunngildi stofnunarinnar, mannréttindi, lýðræði og réttarríki að leiðarljósi.

Embætti ríkislögreglustjóra staðfestir í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis að fest hafi verið kaup á skotvopnum og öðrum búnaði fyrir fundinn. Að öðru leyti veitir embættið ekki upplýsingar um búnað lögreglu vegna fundarins fyrr en að honum loknum og vísað það til öryggisástæðna.

Um fjörutíu leiðtogar hafa staðfest komu sína á fundinn sem verður haldinn í Hörpu dagana 16. og 17. maí. Gríðarleg öryggisgæsla verður vegna fundarins og verður einhverjum götum í miðborginni lokað fyrir bílaumferð og svæðinu næst Hörpu lokað fyrir allri umferð almennings.

Reiknað er með um níu hundruð fulltrúum á leiðtogafundinn.

One Comment on “Kostnaður ríkisins við öryggisgæslu í kringum leiðtogafundinn á annan milljarð króna”

  1. Þetta er engin leiðtogafundur, þetta er trúðasamkoma fólks sem er komið í algjöri örvæntingu í að finna leið til að hnekkja á rússum. Þessi samkoma mun kostar Íslenskan almenning á annan milljarð króna.

    Það er fallegt að horfa upp á þetta landráða glæpahyski sem stjórnar landinu með nákvæmum leiðbeiningum frá Washington.

Skildu eftir skilaboð