Lætur „góða fólkið“ heyra það: „móðursjúkar dramadrottningar og dyggðaflaggandi kjánar“

frettinInnflytjendamál, Innlent3 Comments

Rajan Parrikar er frá héraðinu Góa á Indlandi og er í dag búsettur á Íslandi. Hann segir harðstjórnarminnihluta „góða fólksins“ beita aðferðum sem líkja megi við kúganir, varðandi víðtækar gerviumsóknir hælisleitenda og flóttamanna hérlendis. Rajan segir að fjölmargir innflytjendur séu of kröfuharðir en Ísland skuldi þeim ekki neitt. Þetta kemur fram í aðsendri grein Rajan sem birtist í Morgunblaðinu. 

Myndi fyllast þakklæti ef íslensk kona klæddist indverskum sarí-klæðnaði

Rajan veltir fyrir sér uppnáminu sem varð út af sýningunni Madame Butterfly nú á dögunum, þar sem skipuleggjendur verksins voru sakaðir um rasisma og menningarlegt eignarnám, vegna þess að íslenskir leikarar voru farðaðir og klæddir upp sem japanir í sýningunni. Rajan er ekki að neita fyrir að menningarlegt eignarnám eigi sér stað, en eigi ekki við í tilfelli þessarar sýningar, sem hann segir að hafi verið fáránlegt upphlaup „móðursjúkra dramadrottninga og dyggðaflaggandi kjána.“  Tekur hann sem dæmi að ef íslensk kona myndi klæðast indverskum sarí-klæðnaði myndi hann álíta það sem „menningarlegt þakklæti“.

Rajan segir síðan að það sama sé uppi á teningnum varðandi málefni hælisleitenda hérlendis.

Úthrópaðir „rasistar“ eða „útlendingahatarar“

Þessi harðstjórnarminnihluti notar sömu aðferðir í öðrum málaflokkum. Hælis- og flóttamannastarfsemin er í dag orðin að heimilisiðnaði, segir Rajan. Fólk um allan heim hefur fundið út hvernig eigi að spila með innflytjendakerfin á Vesturlöndum. Í þessari viðleitni á það bandamenn þ.e. „góða fólkið“ í hverju landi sem þau ákveða að taka fyrir. Vinnubrögðin eru einföld en áhrifarík: Samúðarmenn í Reykjavík kveikja bál á samfélagsmiðlum, bandamenn þeirra á prent- og sjónvarpsmiðlum magna síðan upp herferðina og halda heimamönnum í gíslingu heimtufrekjunnar. Allir sem andmæla stefnunni um að halda hliðinu opnu fyrir endalausum innflytjendastraumi eru úthrópaðir „rasistar“ eða „útlendingahatarar“. „Framsæknir“ hafa skapað eitrað andrúmsloft þar sem heiðarleg, opinská umræða er kæfð. Slík ógnarstjórn er óviðunandi og ætti ekki að líðast,“ skrifar Rajan.

Rajan bætti því við að ójöfnuður í efnahagsmálum sé því miður lífsins staðreynd og agnarsmátt íslenskt þjóðfélag geti ekki leyst þau ógnarstóru vandamál sem mannkynið glímir við.

„Móttaka hælisleitenda og flóttamanna, einungis til að skreyta „góða fólkið“ dyggðum, mun enda með ósköpum fyrir íslensku þjóðina,“ skrifar Rajan.

Ísland skuldar okkur ekkert

Í greininni rifjar Rajan upp sögu Indverjans S. Chandrasekhar (Chandra) sem var skipaður prófessor í stjarneðlisfræði við háskólann í Chicago í Bandaríkjunum og þurfti að glíma við margvíslegt mótlæti vegna kynþáttarfordóma sem hann tókst á við „uppréttur af innri styrk“. Að lokum vann hann sér sess sem einn fremsti stjarneðlisfræðingur 20. aldar og fékk Nóbelsverðlaun í eðlisfræði árið 1983.

„Enginn af jólasveinunum sem benda á „rasisma!“ á Íslandi þarf að standa frammi fyrir neinu í líkingu við þann kynþáttafjandskap sem áður ríkti á Vesturlöndum. Þvert á móti býður Ísland nútímans upp á ein bestu lífskjör jarðar. Allt of margir innflytjendur í dag telja sig eiga kröfur. Ísland skuldar okkur ekkert. Það eru forréttindi en ekki réttur að fá að búa hér. Flóttamennirnir og klappliðið þeirra, sem benda fingrum sínum ásakandi á Ísland, kjósa að líta fram hjá því að samfélögin sem þeir koma frá eru yfirleitt mun óréttlátari og fjandsamlegri aðkomumönnum en löndin sem þeir leita skjóls í,“ skrifar Rajan.

3 Comments on “Lætur „góða fólkið“ heyra það: „móðursjúkar dramadrottningar og dyggðaflaggandi kjánar“”

  1. Góðmennska ‘góða´ fólksins mun, að sjálfsögðu, enda illa. Og, því miður, eru flestir stjórnmálamenn of klikkaðir og meðvirkir til að skilja afleiðingarnar fyrir þjóðfélagið.

  2. Hvíti maðurinn (Aríar) hafa sífellt verið að flýja til óbyggilegra svæða, í gegn um aldirnar og byggt upp góð samfélög. Hvert getum við flúið núna? Við verðum að leita að enn óbyggilegra umhverfi!

Skildu eftir skilaboð