Segir Frakklandsforseta og flesta þingmenn aldrei hafa fengið Covid sprautur

frettinCovid bóluefni, Erlent1 Comment

Franski þingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Jean Lassalle lýsti því í viðtali á síðasta ári að hann hafi verið nær dauða en lífi eftir að hafa fengið Covid „bólusetningu“ og þurft að fara í fjórar hjartaaðgerðir síðan. Lassalle sagði einnig að Macron forseti Frakklands og flestir þingmenn hafi aldrei fengið Covid sprautur.

„Ég vissi ekki að herra Macron væri ekki bólusettur, ég vissi ekki að flestir meðlimir ríkisstjórnarinnar, samstarfsmenn mínir og flestir aðrir þingmenn væru það ekki heldur,“ sagði Lassalle.

Lassalle sagðist sjálfur hafa farið í sprauturnar til að sýna gott fordæmi, en ekki til að hvetja aðra.

Í janúar sl. sagðist Macron ætla að gera þeim „óbólusettu“ lífið leitt en forsetinn vildi ekki beint skylda bólusetningu en þó takmarka frelsi fólksins með því að krefjast framvísunar bólusetningaskírteina ef það ætlaði út úr húsi.

„Ég vil gera þeim erfitt fyrir, og mun halda á­fram að gera það, allt til enda,“ sagði for­setinn í sam­tali við franska miðilinn Le Parisien.

Viðtalið við Lassalle má sjá hér:

One Comment on “Segir Frakklandsforseta og flesta þingmenn aldrei hafa fengið Covid sprautur”

  1. Lassalle sagðist sjálfur hafa farið í sprauturnar til að sýna gott fordæmi, en ekki til að hvetja aðra…..Ég hefði nú haldið að það að sýna gott fordæmi, væri nú beinlýnis til að hvetja aðra (svona undir rós)

Skildu eftir skilaboð