Rafmagni sóað í að ferja þunga hluti

frettinGeir Ágústsson, InnlentLeave a Comment

Eftir Geir Ágústsson verkfræðing:

Ýmis flugfélög eru nú að festa kaup á rafmagnsflugvélum fyrir styttri vegalengdir. Þetta á að stuðla að orkuskiptum, þ.e. því að yfirgefa notkun jarðefnaeldsneytis. Í stað þess er rafmagn notað, beint eða til að framleiða einhverjar gastegundir eða fljótandi rafeldsneyti sem koma í stað jarðefnaeldsneytis, t.d. vetnis og metanóls.

Rafmagnsbílar seljast vel enda eru þeir víða á skattaafslætti og ekki borga notendur fyrir viðhald á vegakerfinu með rafmagns- og rafmagnsbílanotkun sinni.

Rafmagnstæki eru þung. Mjög þung. Þau eru það hvort sem batteríið er fullhlaðið eða tómt. Rafmagnsbílar og rafmagnsflugvélar eyða gríðarlegri orku í það eitt að koma sjálfum sér áfram. Færri farþegar komast styttri vegalengdir miðað við léttari faratæki sem nota jarðefnaeldsneyti.

Er þetta sniðugt? Að eyða allri þessari orku í að flytja þunga hluti á milli staða og mun færra fólk og minni varning en hefðbundin farartæki í dag?

Ekki batnar ástandið í tilviki rafeldsneytis. Að nota rafmagn til að búa til vetni, svo dæmi sé tekið, hendir miklu af rafmagninu í allskyns tap þegar orku er breytt frá einu formi í annað og enn er svo inni tap þegar rafeldsneytið er notað (eins og annað). Mögulega er þetta sniðug staðbundin lausn þar sem orku sem enginn er að nota er hægt og bítandi safnað með notkun vind- eða sólarorku og sett í tank og notað seinna, en í fáum öðrum tilvikum.

Hverjum er verið að gera greiða með öllum þessum flutningum á þungum hlutum með fáa farþega og enn minni varning? Með námugreftrinum sem þarf til að búa til allar þessar rafhlöður? Með friðun á olíu og gasi í jörðu niðri?

Loftslaginu?

Í alvöru?

Skildu eftir skilaboð