Persónuvernd og Embætti landlæknis tilkynntu í mars árið 2021 um trúnaðarbrot á hjúkrunarheimilinu Sóltúni, þar sem starfsmaður var sagður hafa veitt utanaðkomandi upplýsingar úr sjúkraskrá íbúa á heimilinu. Málið var kært til lögreglu og kvartað var til Persónuverndar.
Með bréfi dags. 4. ágúst 2021 frá Persónuvernd varðandi málið segir að ekki hafi þótt tilefni til frekari aðgerða að hálfu Persónuverndar. Og samkvæmt svari lögreglunnar var rannsókn málsins hætt hjá embættinu, en tekið aftur til rannsóknar eftir að ríkissaksóknari felldi úr gildi ákvörðun Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að hætta rannsókn málsins. Rannsóknin er því nú, tveimur árum og tveimur mánuðum síðar, enn í gangi.
Í lok mars sl. staðfesti Landsréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem hjúkrunarheimilið Sóltún var sýknað af bótakröfu starfsmanns sem átti að hafa lekið upplýsingum úr sjúkraskrá íbúa heimilisins. Starfsmaður Sóltúns krafðist þess að hjúkrunarheimilinu yrði gert að borga honum 8 milljónir í bætur. Starfsmaðurinn sagðist hafa verið ranglega sakaður um trúnaðarbrot og að hjúkrunarheimilinu hefði ekki tekist að sýna fram á slíkt. Rannsókn lögreglunnar á lekanum, eins og áður segir, var heldur ekki lokið og Persónuvernd aðhafðist ekkert.
Bóluefnið kom í lögrelgufylgd á Sóltún
Samkvæmt heimildum Fréttarinnar var íbúinn sá eini sem ekki fékk bólusetninguna þann 30. desember 2020. Sóltún tilkynnti um viðburðinn og birti mynd af Covid tertu á heimasíðu sinni: „Það var flaggað í dag í tilefni þess að bóluefnið gegn COVID-19 kom í hús í lögreglufylgd tilbúið til bólusetningar. Íbúar tóku þessari fyrri bólusetningu fagnandi. Boðið er upp á tertu með kaffinu.“
Leitað logandi ljósi að þeim sem lak
Í frétt Mannlífs frá 19. mars 2021 segir að þann 17. mars 2021 hafi hjúkrunarfræðingurinn Helga Birgisdóttir fullyrt að Alma Möller landlæknir og eiginmaður hennar, hjartalæknirinn Torfi Fjalar Jónasson, hafi bannað að náinn aðstandandi, sem dvelur á hjúkrunarheimilinu Sóltúni, yrði bólusettur. Þar að auki sagði Helga að leitað hafi verið logandi ljósi að þeim sem lak út þessum upplýsingum. Því síðarnefnda vísaði Alma á bug í samtali við Mannlíf.
Fullyrðingarnar komu fram í færslu Helgu á Facebook þar sem hún lýsir furðu sinni yfir því hvers vegna Alma fylgi ekki eigin ráðum til íslensku þjóðarinnar. Og Helga skildi heldur ekkert í því hvers vegna landlæknir vilji halda þessu leyndu.
Í færslunni segir:
„Jón og séra Jón! Í morgun fékk ég merkilegt símtal frá deildarstjóra í Sóltúni. Hún fékk það verkefni að hringja í mig og spyrja hvort að ég vissi nafnið á þeim sem hefði lekið út upplýsingum um að; Alma landlæknir (og hennar maður) hefðu bannað að tengdamóðir hennar yrði bólusett. Það er mikil rannsóknarvinna í gangi til að finna hinn seka. Að Alma fylgi ekki sínum eigin ráðum til þjóðarinnar, finnst mér einkennilegt. – Og forvitnilegt að vita af hverju hún vilji halda ástæðunni leyndri,“ segir Helga og heldur áfram:
Ástæðuna fyrir því að hringt hafi verið í Helgu segir hún vera þá að við leit á netinu hafi fundist mynd af henni með hjúkrunarfræðingi á Sóltúni og þá hafi hún sjálf póstað sínum skoðunum opinberlega um sóttvarnaraðgerðir hérlendis.
2 Comments on “Trúnaðarbrot á hjúkrunarheimilinu Sóltúni enn í rannsókn lögreglu”
Landlæknirinn Möller eða Dr Mengele. Bæði úr sama sauðahúsi.
Bergsteinn. Meinarðu ekki, eins og þetta lið lýsir Mengele. Þjóðverjar voru að reyna að losna undan þessu liði. Við erum að fá sömu trakteringar og þjóðverjar fyrir stríð. Bóka brennur þjóðverja beindust að öfugugga bókum eins og við erum að verða vitni að núna. Það er sama með heimstyrjaldirnar og covid 19, sama hvað þú sýnir miklar sannanir fyrir því að bandamenn voru aðal illmennin, í seinna stríði, þá er nóg af hagsmuna aðilum til að þagga niður í þeirri umræðu. Hvernig má annað vera. Þú fengir varla vinnu. Hvað þá einhverja fyrirgreiðslu.