Áhafnameðlimum Icelandair ekki leyfilegt að nota ADHD-lyf

frettinInnlentLeave a Comment

Icelandair hefur tilkynnt áhöfnum sínum að notkun  ADHD-lyfja sé bönnuð samkvæmt nýrri Evrópureglugerð. Þetta kemur fram á Vísir.is.

Starfsfólk félagsins sem notar þess konar lyf þarf að fá flughæfi sitt metið hjá lækni og töluverður tími getur liðið frá því að notkun þannig lyfja sé hætt og til að viðkomandi teljist flughæfur.

Í tilkynningu sem starfsfólki Icelandair var send segir að komið hafi upp atvik sem tengjast ADHD-lyfjum eftir að ný Evrópureglugerð um skimanir fyrir vímuefnum meðal flugáhafna var innleidd og eftir samráð við yfirvöld hafi verið ákveðið að ADHD-lyfjanotkun sé með öllu bönnuð samkvæmt Evrópureglugerðinni. Áhöfnum er ekki leyfilegt að taka nein hugbreytandi efni. Allir áhafnarmeðlimir geti þurft að fara í skimun bæði erlendis og hérlendis.

Reglugerðin sem vísað er til er frá árinu 2018. Þar er fjallað um skimun fyrir geðlyfjanotkun flugáhafna. Geðlyf eru skilgreind sem áfengi, ópíóíðar, kannabisefni, slæfandi lyf og svefnlyf, kókaín, önnur örvandi efni, ofskynjunarefni og leysiefni.

Skildu eftir skilaboð