Arndís Anna staðin að verki: segir hún af sér?

frettinInnlent, Páll VilhjálmssonLeave a Comment

Eftir Pál Vilhjálmsson:

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir þingmaður Pírata úthlutar almannagæðum, ríkisborgararétti, til skjólstæðinga sinna sem kaupa af þingmanninum lögfræðiþjónustu. Arndís Anna stundar einkarekstur sem lögfræðingur og færir skjólstæðingum sínum íslenskan ríkisborgararétt sem þingmaður.

Einkahagsmunir lögfræðingsins eru að skapa verðmæti fyrir kaupendur þjónustu. Þingmaðurinn skaffar þau gæði. Þegar lögfræðingurinn og þingmaðurinn eru einn og sami einstaklingurinn, Arndís Anna, er á ferðinni spilling í sinni tærustu mynd.

Við ætlum að tækla spillingu var kosningaloforð Pírata. Ósagt var hvernig. Nú vitum við það: með því að stunda hana sjálfir.

Ekki það að Arndís Anna viðurkenni spillingu þegar hún er staðin að verki. Hún segist hæf til að úthluta opinberum gæðum til skjólstæðinga sinna. Þingmaðurinn kveður spillingu eðlilegan þátt þingmennsku.

Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra setur málið í samhengi:

Túlkun þingmannsins á ágæti þess að hún fjalli sem þingmaður í þriggja manna nefnd sem sinnir stjórnsýsluverkefni á vegum alþingis ber hvorki með sér virðingu fyrir vanhæfis- né siðareglum. Arndís Anna sótti hvað harðast að dómsmálaráðherra og lét eins og hún hefði lögin með sér í kröfum um sérmeðferð upplýsinga fyrir sig. Það var ekkert annað en ólögmæt frekja og svo kemur þessi afstaða til vanhæfis til sögunnar.

Ólögmæt frekja er milt orðalag yfir atferli Arndísar Önnu. Þingmaðurinn er gjörspilltur, kann ekki greinarmun á réttu og röngu.

Arndís Anna krafðist afsagnar Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra fyrir engar sakir. Segir Arndís Anna af sér þingmennsku, nú þegar hún er staðin að verki að selja lögfræðiþjónustu sem þingmaður?

Skildu eftir skilaboð