Samkvæmt óstaðfestum fréttum er talin hætta á geislamengun, eftir að tvær gríðarlegar sprengingar urðu í stóru vopnabúri á Ternopil svæðinu, í útjaðri bæjarins Khmelnitsky í Úkraínu laugardaginn 13. maí sl.
Vitni birtu myndir og myndbönd af sprengingunum á samfélagsmiðlum. Breska blaðið The Daily Mail og fleiri miðlar hafa birt fréttir af málinu en þeim ber ekki alveg saman og stjórnvöld í Úkraínu virðast vilja verjast frétta af þeim eða kalla þær „eldsvoða“.
Bretland sendi geislavirk vopn til Úkraínuhers þrátt fyrir varnaðarorð
Undireins bárust sögusagnir um að um mikið magn skriðdrekabana, með rýrðu úrani, sem Bretland sendi til Úkraínu þrátt fyrir varnaðarorð, hafi verið að ræða. Vísbendingar eru um aukna gammageislun á svæðinu að ræða eftir sprenginguna, skv. mælingum. Önnur vísbending er að úkraínsk stjórnvöld eiga að hafa notað vélmenni til að slökkva eldinn í skemmunum og sú þriðja er að verið sé að gera geislamælingar.
Radiation patrols on the move in #Khmelnitsky fire at the site of a missile attack on a military depot in Khmelnitsky is being extinguished remotely by robots. There are radiation monitoring patrols in the city.
pic.twitter.com/lyL5Q4k2J6— Arthur Morgan (@ArthurM40330824) May 15, 2023
Yfirvöld á svæðinu vildu ekki viðurkenna að um vopnabúr hafi verið að ræða en myndband gefur það sterklega til kynna þar sem að sprengingin var óskapleg og „poppkorns“ hljóð heyrðust lengi á eftir, en það gerist þegar skotfæri springa í hitanum.
Apparently the explosion in #Khmelnitsky will apparently go down in the annals of military history! pic.twitter.com/WcBp0ivFnh
— ARYA RAAD 𓁿 𓄂𓆃 𓄇 (@AryaRaadIranI) May 15, 2023
Vindátt blés í norð-vestur og gæti mengunin því auðveldlega hafa borist yfir vesturhluta Úkraínu og yfir til Evrópu. Reyndar eru vísbendingar um hækkaða geislun í Póllandi, Slóvakíu og Svíþjóð dagana 14. og 15. maí, sbr. þessi twitterþráður (opnið til að skoða fleiri niðurstöður):
The gamma in #Khmelnytskyi start to drop now but it is still elevated.
The drop can be because of the wind is now blowing towards west of ukraine and into Poland. pic.twitter.com/v95yljST4D
— CatEmporor (@CatEmporor) May 15, 2023
Sögusagnir af samfélagsmiðlum eru um að skelfing hafi gripið um sig hjá fólki, en almenningur í Serbíu, Írak og víðar er enn að fást við alvarlegar afleiðingar af NATO vopnum með rýrðu úrani, eins og nýrnabilun, alvarlega fæðingargalla og krabbamein.
Ukrainians should not allow the use of depleted uranium shells on their territory, said Serbian Health Minister Dr Danica Gruicic.
“I just want to say to Ukrainians, ordinary people: don't let this poison come to your country. It's terribly risky, it's a nuclear war. pic.twitter.com/l9MHRxuYSS
— Djole (@onlydjole) April 5, 2023
Enn er margt óljóst um atvikið, en talið er að rússneski herinn hafi sprengt vopnabúrið til að koma í veg fyrir að vopnin verði notuð í margboðaðri risaárás úkraínska hersins á varnarlínur Rússlands í Donbass og við Krímskagann. Sérfræðingar hafa sagt að einungis sé hætta á mikilli og útbreiddri geislamengun séu vopnin notuð, en ekki við eyðileggingu sem þessa. Við notkun myndist hiti upp á 1400 Kelvin sem leysi geislavirkni úr læðingi, en í eldi eða sprengingu verði hitastigið aðeins nokkur hundruð gráður sem dugi ekki til þess. Hækkun á gammageislun þykir þó gefa vísbendingu um að mjög mikið magn þessara vopna hafi sprungið eða brunnið.
Langvarandi og skelfilegar afleiðingar stöðvuðu ekki fyrirhugaða notkun
Tíminn mun leiða í ljós hvað af þessu stenst, en ljóst er þó að stjórnvöld í Úkraínu höfðu ætlað sér að nota þessi vopn í austurhluta landsins, í boði Bretlands, þrátt fyrir skelfilegar, útbreiddar og langvarandi afleiðingar af notkun þeirra.
Slavyangrad reports:
“Further Khmelnitsky Depleted Uranium Update.
Excellent research by Gleb Georgievich Gerasimov.
A clear spike in gamma radiation was detected in Khmelnitsky on or about May 12th, with emission continuing to rise the following day and remaining at the… pic.twitter.com/8suutAFz1I
— Zlatti71 (@djuric_zlatko) May 14, 2023
Talið er að vopnabúrið - í boði vestrænna skattgreiðenda - sem þarna fuðraði upp á fáeinum sekúndum hafi verið að andvirði amk. 500 milljóna dollara (óstaðfest). Auk skriðdrekabana með rýrðu úrani hafi verið um ýmsan radar- og gervihnattabúnað, skotfæri í þýska Leopard og Marder skriðdreka og fleiri vopn að ræða. Atvikið þykir hafa valdið hernaðaráætlunum úkraínuhers allnokkru tjóni og hætta er á að eftirspurn eftir úkraínskum landbúnaðarvörum gæti dregist nokkuð saman.
The value of the ammunition stored and destroyed yesterday by the #RussianArmy in the city of #Khmelnitsky could reach 500$ million. Any idea of who paid for that ammunition? Wouldn't it be better invested in hospitals and schools in #Europe and the #USA or elsewhere?! pic.twitter.com/XCMmSnd7ud
— Like Rst (@rst_like) May 14, 2023
Málið mun væntanlega skýrast betur á næstu dögum, nema menn vilji fara með það svipað og gert var við Chernobyl-slysið árið 1986 þegar upplýsingar um það bárust seint og illa vegna leyndarhyggju stjórnvalda.
Hér sjást gervihnattamyndir af vopnageymslunum fyrir og eftir sprengingarnar:
⚡️#UPDATE Satellite images showing the before and after of this missile strike https://t.co/4KhsweFdDx pic.twitter.com/MV9EK8pLEy
— War Monitor (@WarMonitors) May 15, 2023
2 Comments on “Hætta á geislamengun eftir að stórt vopnabúr sprakk í loft upp í Úkraínu”
Eins og sagt er hér er þetta úreldur sovéskur vopnalager.
https://twitter.com/GeoConfirmed/status/1657813609500626945
Úff.. sem betur fer veit Twitter hvað er að gerast í heiminum. Það tók þá bara einn dag að rannsaka málið og ljúka þvíl. Vel gert segi ég bara Palli. 🙂