Musk stefnt í tengslum við dómsmál gegn JPMorgan Chase og Epstein

frettinDómsmál, ErlentLeave a Comment

Bandarísku Jómfrúaeyjarnar hafa gefið út stefnu á hendur Elon Musk, forstjóra Tesla, í dómsmáli sínu gegn JP Morgan Chase bankanum. Eyjarnar hafa höfðað dómsál gegn bankanum vegna mansals barnaníðingsins Jeffrey Epstein sem var til langs tíma viðskiptavinur bankans að því er fram kemur í nýjum dómsskjölum.

Samkvæmt skjölunum hafa Jómfrúaeyjarnar án árangurs reynt að birta Musk stefnu, sem gefin var út 28. apríl sl., vegna gruns um að Epstein „kynni að hafa vísað eða reynt að vísa“ Musk með sín viðskipti til JPMorgan Chase.

Eyjarnar sem eru yfirráðasvæði Bandaríkjanna hafa óskað eftir því við dómarann Jed Rakoff á Manhattan að gefa leyfi fyrir því að Musk verði birt stefna í gegnum fyrirtæki hans, Tesla.

Í stefnunni er þess krafist að Musk afhendi öll skjöl varðandi samskipti sem tengjast honum, JPMorgan og Epstein, sem og „öll skjöl sem  varða þátttöku í mansali Epstein og/eða öflun hans á stúlkum eða konum til kynlífs.

Jómfrúaeyjarnar höfða málið á hendur JPMorgan fyrir að hafa gert Epstein kleift að starfrækja mansal og hagnast á því, misnota stúlkurnar eða láta aðra misnota þær.

Yfirheyrslur á forstjóri JPMorgan bankans, Jamie Dimon, eiga að hefjast 26. maí og dómsskjöl frá 4. maí sl. sýna að Jómfrúaeyjarnar hafa einnig gefið út stefnu á hendur stofnanda Google, Larry Page, en erfiðlega hefur gengið að hafa uppi á honum.

CNBC.

Skildu eftir skilaboð