Zelensky þrumaði yfir Evrópuráðinu af bíótjaldi í Hörpu – vill fleiri vopn og meiri pening

Erna Ýr ÖldudóttirErna Ýr Öldudóttir, Evrópusambandið, Fræga fólkið, NATÓ, Ráðstefna, Stjórnmál, Úkraínustríðið5 Comments

Fyrirmenni mættu á opnun fjórða fundar Evrópuráðsins sem hófst í Hörpu í Reykjavík í dag, en leiðtogar Evrópuríkjanna flugu á einkaþotunum sínum til landsins til að hittast og ræða það meðal annars hvernig þeir eiga að fara að því að minnka kolefnissporið.

Leiðtogarnir slógu um sig með orðunum frelsi og lýðræði í skjóli þungvopnaðrar öryggisgæslu. Leyniskyttur, lögregludrónar og lögregluþjónar með vélbyssur mættu fréttamönnum þegar þeir komu á staðinn.

Vingjarnlegur en vopnaður lögregluþjónn.

Öryggisgæslan norpaði í kuldanum.

Talsverður fjöldi erlendra fréttamanna er á svæðinu en stemmingin er alvarleg, fáir brostu og leiðtogarnir virtust forðast myndatökur og samtöl við fréttamenn, að Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands frátöldum. Flestir hröðuðu sér á fundinn og gáfu ekki gott færi á sér.

Fátt nýtt kom fram nema óbilandi stuðningur við áframhaldandi styrjöld í Úkraínu, ógnir af Rússlandi og Kína og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ítrekaði hversu bráðnauðsynlegt væri að styðja enn frekar við mannréttindi LGBTQ+ fólks. Það verður stór dagskrárliður á ráðstefnunni.

Zelensky birtist á bíótjaldi og krafðist þess að fá meiri vopn og peninga, með rámri þrumuraust. Hann margítrekaði að varnarkerfi hefðu hrundið öllum sprengjuárásum Rússlands í Kænugarði í gær, eða 100%.

Allir voru sammála um að Pútín væri vondur. Ursula von der Leyen, embættismaður sem enginn kaus, lauk máli sínu með „Slava Ukraini,“ sögulega þekktu slagorði úkraínskra nazista og öfgaþjóðernissinna. Hún bætti við „Slava Europa“.

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, sló þó nýjan tón í flóttamanna- og hælisleitendamálum, sem hann kvað vera komið nóg af í bili.

Myndir af komu leiðtoganna og af ráðstefnunni fylgja hér.

Guðni forseti tók nokkur viðtöl.

Macron Frakklandsforseti var með hressasta móti.

Mette Marit flýtti sér upp á fundinn.

Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands.

Olof Scholz Þýzkalandskanzlari flýtti sér á fundinn.

Fyrirmennin komu sér fyrir með útsýni yfir gólfið.

Fréttamenn voru alvarlegir.

5 Comments on “Zelensky þrumaði yfir Evrópuráðinu af bíótjaldi í Hörpu – vill fleiri vopn og meiri pening”

  1. Ættu að leggja fram friðartillögur frekar en tjónaskrá!

  2. Það er víst alveg nóg að gera með skattpeninga Íslendinga, við eigum ekki að sóa peningunum okkar í vonlausa peningahít, eins og Úkraínustríðið er…..Gott hjá Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, þegar hann sagði að það væri komið nóg af í flóttamanna- og hælisleitendamálum..

  3. Þessi fundur hafði ekkert með friðartillögur að gera. Þetta er panikk fundur um leiðir til að koma höggi á Rússa, ekkert annað. Það eitt að reka Rússland úr Evrópuráðinu eitt og sér drap alla möguleikana á samningum, svo er það besta dæmið um spillingu að BNA sé aðili að stjórnarskrá evrópuþingsins!
    Hvenær ætla stjórnvöld í löndum Evrópu að átta sig á því að BNA tilheyrir ekki Evrópu!

    Það mun ekkert gerast í þessum málum fyrr en kaninn fer með sinn her og áhrif út úr Evrópu
    Þá fyrst verður hægt geta öll evrópulöndin komið saman og skrifað undir öriggis og varnarsáttmála Evrópu.

Skildu eftir skilaboð