Adidas notar karlmann til að auglýsa nýja sundboli

frettinErlent, Íþróttir2 Comments

Íþróttavöruframleiðandinn Adidas hefur valdið töluverðu uppnámi með því að nota karlkynsfyrirsætu til að auglýsa nýjustu línu sína í  kvensundfatnaði.

Reiðir neytendur sem hafa sakað fyrirtækið um að „þurrka út konur“ með woke markaðssetningu sinni ætla sér að sniðganga vörur fyrirtækisins.

Nýi sundfatnaðurinn er hluti af 'Pride 2023' línu Adidas og hægt að kaupa vörurnar í kvenmanshlutanum á heimasíðu fyrirtækisins. Ekki er tekið fram hvort fyrirsætan skilgreinir sig sem karlmann eða trans, en aftur á móti er hún (fyrirsætan) með loðna bringu og bungu á kynfærasvæðinu.

Sundfatalínan er markaðssett í tilefni af Pride-mánuðinum og er hönnuð af suður-afríska fatahönnuðinum Rich Mnisi.

Adidas hefur sagt að tilgangurinn með sundfatnaðinum sé að fagna „sjálfstjáningu, ímyndunarafli og óbilandi trú á að ástin sameini“.

Valið á fyrirsætunni hefur vakið reiði á samfélagsmiðlum með „BoycottAdidas“ myllumerkinu og mynd þar sem segir: „að þurrka út konur hefur afleiðingar.“

2 Comments on “Adidas notar karlmann til að auglýsa nýja sundboli”

  1. Sumir halda að við séum að tapa peningum á þessu rugli. Við sem vitum betur, vitum að heilaþvotturinn í gegnum “menntakerfið” og símana á eftir að færa okkur viðskiptavini framtíðarinnar. Við verðum að hugsa til framtíðar. Aðeins 5% almennings lætur ekki að dáleiðslu (heilaþvætti). Það þýðir að 95% eru markhópurinn okkar. Muahahaha

Skildu eftir skilaboð