Milljarðamæringar misnota loftslagsmál til að koma á eftirlitssamfélagi

frettinErlent, Loftslagsmál1 Comment

Forsetaframbjóðandi demókrata, Robert F. Kennedy, Jr. segir að auðmenn heims séu að misnota loftslagstengd málefni til að koma á alræðiseftirliti í samfélögum.

„Loftslags-og mengunarmál eru misnotuð af milljarðamæringum eins og Bill Gates“, sagði Kennedy við þáttastjórnandann Kim Iversen í byrjun mánaðar. „Á sama hátt og COVID var notað sem afsökun til að koma á eftirliti stjórnvalda yfir almenningi, og rétta okkur síðan verkfræðilegar lausnir.“

„Og ef þið skoðið málið nánar, þá sjáið þið að fólkið sem er að kynna þessar verkfræðilegu lausnir er það sama og á einkaleyfin fyrir þessar lausnir,“ sagði Kennedy í viðtalinu. „Þetta fólk hefur komið óorði á loftslagsmálin og fólk er að sjá núna að þetta er bara enn ein krísan sem er notuð til að hirða af þeim fátæku og færa til milljarðamæringanna.

Kennedy, sem er lögfræðingur og hefur lengi verið umhverfisverndarsinni, skrifaði árið 2014 erindi til fyrirtækja og annarra hópa sem „styðja loftslagslygar“ og sagði að þeir sem stunduðu slíkt ættu að sæta refsingu. Hann sagðist þó styðja stjórnarskrávarinn réttindi hvers og eins, sem veita hverjum sem er, jafvel meðvitað, rétt á að „spúa frá sér svívirðilegum lygum án lagalegra afleiðinga,“ en bætti við: „Ég tel hins vegar að fyrirtæki sem vísvitandi, markvisst, ranglega og kerfisbundið styðja loftslagslygar ættu að sæta dauðarefsingu,“ skrifaði Kennedy í tímaritið EcoWatch.

Þessi ummæli Kennedy um loftslagsbreytingar frá 2014 voru rifjuð upp af Fox News og öðrum hægri miðlum eftir að Kennedy lýsti yfir framboði til forseta í síðasta mánuði. Þó hann sé betur þekktur fyrir að fjalla um bóluefni fyrir börn, starfaði Kennedy líka sem umhverfislögfræðingur fyrir New York borg og fyrir umhverfissamtökin Natural Resources Defense Council (NRDC).

Í viðtalinu lét Kennedy einnig að því liggja að fyrir utan milljarðamæringinn Bill Gates, þá væri World Economic Forum (WEF) einnig að misnota loftslagstengd málefni til að koma á alræðissamfélagi. WEF heldur ár hvert ráðstefnur í Davos í Sviss þar sem helstu leiðtogar heims og stjórnendur helstu fyrirtækja koma saman. Í janúar sl. sögðu ræðumenn á samkomunni að stjórnvöld og fyrirtæki ættu að fylgja "Net-Zero" stefnu í tengslum við kolefnislosun og að fólk þyrfti ekki á bílum að halda.

„Það sem við höfum hér í Bandaríkjunum núna er ekki frjáls markaðskapítalismi, þetta er viðskiptavinakapítalismi. Þetta er notaleg tegund af sósíalisma fyrir hina ríku og grimmur, villimannlegur, miskunnarlaus kapítalismi fyrir þá fátæku,“ sagði Kennedy í viðtalinu.

Epoch Times.

One Comment on “Milljarðamæringar misnota loftslagsmál til að koma á eftirlitssamfélagi”

  1. Þumalputtaregla: allt sem gerist í heiminum er ákveðið af ríka fólkinu og þarafleiðandi gott fyrir hina ríku! Hagsmunir almennings skiptir þetta fólk engu máli.

Skildu eftir skilaboð