Skorað á Ólaf Ragnar að gerast sáttasemjari á milli Rússa og Úkraínumanna

frettinInnlent, Úkraínustríðið3 Comments

Hópur fólks hefur skorað á Ólaf Ragnar Grímsson fyrrverandi forseta Íslands að gerast sáttasemjari í stríðinu á milli Rússa og Úkraínumanna. Í fréttatilkynningu frá hópnum segir:

„Stríðið í Úkraínu er líklegt til að þróast til heimsstyrjaldar með kjarnorkuvopnum. Aðgerðaleysi herskárra leiðtoga vesturlanda til friðar ógnar framtíð okkar og velsæld. Íslendingar, vopnlaus þjóð sem búið hefur við frið í nær þúsund ár, þarf að hafa skynsemi til að grípa í taumana án tafar með afgerandi friðarátaki.“

Þá segir að hvorki Rússar né Úkraínumenn geti staðið uppi sem sigurvegarar í stríðinu sem nú er háð. Vesturlönd verði að finna nýjar leiðir til friðar og jafnvægis þar sem hagsmunir almennings og mannréttindi eru í fyrirrúmi. Það verði ekki gert með meiri vopnum og hernaði sem mun aðeins leiða til aukinna átaka og breiða út enn meiri hörmungar en nú dynja á Úkraínu.

„Íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir tafarlausu vopnahlé og friðarviðræðum. Ólafur Ragnar Grímsson fyrrum forseti Íslands hefur reynslu, tengslanet og virðingu á alþjóða vettvangi til að leiða þetta verkefni fyrir hönd okkar Íslendinga.“

„Í stað þess að veita fjármagn í hergagnaflutninga setjið fjármagnið í friðarviðræður undir hans forystu Ólafs Ragnars Grímssonar.“

Smelltu hér til að undirrita áskorunina.

3 Comments on “Skorað á Ólaf Ragnar að gerast sáttasemjari á milli Rússa og Úkraínumanna”

  1. Nei Takk!
    Ólafur Ragnar er tækifærissinni af verstu sort!

    Eini maðurinn sem gæti verið milliliður í svona málum er fyrverandi vopnaeftirlitsmaður SP Scott Ritter
    Ísland á engan óháðan aðila með snefil af réttlætishugsun til að vera í þessu hlutverki.

  2. Island hefur hvort sem er tapad allri rettlaetishugsun og althingi okkar verid tekid yfir af erlendum oflum.

  3. Ísland hefur trúlega aldrei verið sjálfstætt ríki.
    Í dag er okkur algjörlega stjórnað af einræðisherranum í vestri.

Skildu eftir skilaboð