Giorgia Meloni forsætisráðherra Ítalíu, Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada tóku þátt í vinnufundi á leiðtogafundi G7 ríkjanna í Hiroshima í Japan, föstudaginn 19. maí 2023.
Justin Trudeau, sem er sjálfyfirlýstur femínisti, er gagnrýndur fyrir „andstyggilega“ framkomu gagnvart Meloni eftir að hafa reynt að lesa yfir henni og „hrútskýra“ hvað lýðræði er.
Meloni virtist ekkert sérstaklega ánægð þegar Trudeau sagði henni henni í einkaviðræðum að „Kanada hefði áhyggjur af afstöðu Ítalíu í sumum efnum varðandi réttindi LGBT fólks. Hann bætti því við að hann hlakkaði til að ræða við hana meira um málið sem og um „önnur lýðræðisleg gildi sem heimurinn þarfnaðist.“
Meloni skaut til baka á sunnudeginum og sagðist hafna gagnrýni Trudeau sem væri „fórnarlamb falsfrétta“.
Ítalskir fjölmiðlar voru fljótir að fordæma þetta nýjasta glapræði Trudeau á alþjóðavettvangi og ítalska dagblaðið Libero birti mynd af
honum á forsíðu með svart andlit og fyrirsögninni, þýddri úr ítölsku: „Þetta hirðfílf vill kenna okkur lexíu.“ (i. Questo buffone vuole darci lezioni).
Rita Panahi, fréttakona Sky News í Ástralíu, blandaði sér í málið og sagði að grettur í andliti Meloni meðan á fyrirlestri Trudeau stóð „segðu í raun það sem okkur öllum fannst um óhæfan Trudeau.“
Gagnrýni Trudeau í garð Ítalíu kom til vegna frétta um að ríkisstjórn Meloni hafi sagt ítölskum sveitarstjórnum að hætta að skrá opinberlega tvo aðila af sama kyni sem foreldra barns og takmarka það í staðinn við lífræðilega foreldrið. Þessi aðgerð hefur vakið upp mótmæli réttindahópa samkynhneigðra.