Samtökin 22 – Hagsmunasamtök Samkynhneigðra voru boðuð á nefndarfund allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis sem fram fór í morgun.
Til umræðu var svokallað frumvarp um bann á bælingarmeðferðum, eða breytingar á almennum hegningalögum. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi nýju samtök samkynhneigðra eru boðuð á fund fastanefndar Alþingis.
Samtökin 22 greindu frá fundarboðinu á Facebook síðu sinni í gærdag.
Fréttin hafði samband við Eld Ísidór, formann Samtakanna 22 og náði af honum tali:
„Já, við sátum fund með allsherjar- og menntamálanefnd í morgun. Lögum samkvæmt get ég ekki skýrt neitt náið frá hvað fór fram á fundinum,“ sagði Eldur.
Eldur útskýrði að samtökin voru vel undirbúin þrátt fyrir afar stutta viðvörun nefndarinnar. Einungis 36 klukkustundir liðu frá fundarboðinu sem sent var að kvöldi þar til fundurinn fór fram.
„Jú, þessi skamma tímafrestur hafði vitaskuld áhrif. Ásamt okkur í stjórn samtakanna eru sérstakir faglegir ráðgjafar sem eru okkur til liðs. Við erum jú samkynhneigð sem stöndum að félaginu, en við verðum einnig að reiða okkur á fagkunnáttu fólks á þeim sviðum sem málið snertir. Það varð þess vegna dálítið verk að kalla út okkar ráðgjafa og stjórnarmeðlimi með svo skömmum fyrirvara, sagði Eldur.“
Á fundinn mættu auk Elds, Iva Marín Adrichem meðstjórnandi Samtakanna 22 ásamt sérstökum ráðgjöfum þeirra, Dennis Noel Kavanagh sem er lögmaður með reynslu sem bæði saksóknari og verjandi í sakamálum og framkvæmdarstjóri Gay Men´s Network. Einnig mætti James Esses, sem er sérfræðingur í vernd og geðheilbrigði barna
Auk Samtakanna 22 var Genspect þáttakandi í fundinum og þar var Stella O´Malley, klínískur sálfræðingur þátttakandi.
Fundurinn gekk að sögn Elds nokkuð vel.
„Já, ég er nokkuð bjartsýnn á að nefndarfólki hafi verið veitt innsýn í okkar sjónarmið og gert grein fyrir
hversu umfangsmikið málið í raun er. Það er látið uppi eins og þetta sé einhver lítil glufa sem þarf að loka í hegningarlögunum, en við teljum svo ekki vera.“
Eldur bætir við að það var mjög gott að eiga þessi samskipti við þingnefndina, því hann hafi áttað sig á hversu lítið nefndin eiginlega þekkir til í þessum málefnum. Fagnar hann því að fleiri sjónarmið en áður hefur þekkst fái að komast að.
„Hvernig málið þróast núna í þinglok verður áhugavert að fylgjast með. Við vonum auðvitað að málið fari ekki inn í þingsal í þessum búningi og það sé unnið betur.“
2 Comments on “Samtökin 22 boðuð á fund allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis”
Þetta er eins og ég hef verið að segja. “Order out of caos” uppáhald satanistanna (frímúraranna). Það eru alltaf þeir sem skapa vandamálin sem þykjast vera að leysa þau.
Eldur virðist vera fæddur inn í satanisma, s.b. nafnið “eldur djöfulsins” ( Eldur Deville). Hann virðist reyndar vera skapaður til að rústa kristni. Mér finnst það alla vega vera augljóst.
Leynilegur fundur, okkur sauðsvörtum almúganum. Opinn, satanistum (frímúrurum).