Eftir Geir Ágústsson:
Stundum eru fréttir skrifaðar á þann hátt að maður telji að 15 ára heilaþveginn unglingur hafi skrifað þær. Mögulega fullur að auki.
Í einni slíkri frétt er skrifað:
Almennt var talið að Rússar væru ábyrgir þegar sprenging varð við gasleiðsluna [Nordstream gasleiðslurnar í eigu Rússa] en þeir sóru það af sér og kenndu vestrænum ríkjum um.
Almennt er talið!
Almennt er talið, af hverjum? Hver trúir þessu í raun?
Nordstream gasleiðslurnar (alls fjögur rör, sem blaðamaður virðist ekki vita þegar hann notar eintölu í frásögn sinni) eru hágæðarör úr þykku stáli á dýpi sem er óaðgengilegt venjulegum köfurum og þola að fiskiskip dragi troll yfir þau og missi akkeri ofan á þau. Það kostaði rússneska eigendur þeirra töluvert fé að leggja þær. Þær öfluðu Rússum töluverðra tekna. Rússar gátu opnað og lokað á gasið enda með aðgang að lokunarbúnaðinum. Ef Rússar vildu ekki eiga þær lengur gætu þeir selt þær og lítill vandi að búa þannig til tengingar milli annarra ríkja í Eystrasaltinu, til dæmis fyrir fyrirhugaðar skýjaborgir um vetni sem orkugjafa framtíðarinnar. Rörin geta líka nýst sem geymsla á gasi af hverju tagi.
Af hverju ættur Rússar að sprengja eigin fjársjóði í loft upp? Til að senda skilaboð? Til að tryggja að blaðamenn hafi eitthvað til að skrifa um?
Sé almennt talið að eitthvað ríki hafi ákveðið að sprengja upp eigin innviði, sem það hafði fulla stjórn á og gat nýtt til tekjuöflunar eða kúgunar á ýmsa vegu, þá mætti segja að almennt sé talið að það sem sé almennt talið sé vitleysa. Heilaþvottur úr verksmiðju blaðamannafulltrúa hagsmunaaðila sem borga venjulegum blaðamönnum til að enduróma boðskapinn.
Mjög sannfærandi rök hafa verið færð fyrir því að Bandaríkjamenn með aðstoð ýmissa Evrópuríkja (t.d. Breta og Norðmanna) hafi komið að eyðileggingu Nordstream gasleiðslnanna. Almennt tel ég að almenningur sé ekki mikið upplýstur um slíkt. Ég tel að almennt viti menn ekki að Nordstream rörin voru samkeppnisaðilar Norðmanna í sölu á gasi til Evrópu og hafi lengi verið þyrnir í augum Bandaríkjamanna sem vildu ekki gott samstarf á milli Þýskalands of Rússlands.
En kennum Rússunum um. Það er svo hentugt. Almennt talið.
2 Comments on “„Almennt er talið að blaðamenn séu ekki blaðamenn“”
Flestir fréttamenn blása bara út áróðurinn sem er þóknanleg guðlausu valdaelítunni. Ég held að það sé augljóst hverjum þeim sem tekur sér tíma til að kynna sér málin, t.d. varðandi einhliða Covid-áróðurinn, Rússa-hatrið, Joe Biden-dýrkunina, falsfréttir um Donald Trump, loftlagshræðsluáróðurinn, innflytjendamál og fjölmenninguna, etc.
Blaðamenn eru meira svona blaðramenn!
Blaðamennska á Íslandi gengur meira út á þá þráhyggju sem gengur út á það að þegar kaninn rekur við þá þefar íslendingurinn!
þetta er einfalt kerfi sem virðist krefjast lítillrar hugsunar eða gagnrýni.