Lögmaður segir dóma oft grundvallaða á sönnunargögnum sem sanna ekki neitt

frettinDómsmál, InnlentLeave a Comment

Rökstuðningur dóma er slíkur, að ef einhver kemur til mín og sýnir mér dóm, þá get ég ekki sagt álit mitt á dómnum fyrr en ég fæ að skoða málsskjölin. En dómur á að vera þannig að málavöxtum og röksemdum dóma sé lýst þannig að ég geti séð dóminn og haft á honum skoðanir, en það er ekki hægt. Þetta segir Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður í viðtali við Evu Hauksdóttir lögfræðing á hlaðvarpsveitunni Brotkast.

Einar segir að allt of margir dómar séu þannig að forsendur dóms er þannig háttað, að í dómsorði kemur fram réttlæting dómara á niðurstöðunni en sýni ekki fram á hvernig hún var fundin, það sé mikill munur á þessu tvennu.  Þ.e.a.s. ef þú ert að réttlæta niðurstöðu, þá tekurðu eitthvað sem hentar og sleppir öðru, en ef þú ert að fara hina leiðina, þá tekurðu allt, og svo ertu líka með það sem mælir gegn niðurstöðunni sem þú ert að komast að, en útskýrir með röksemdum, af hverju málið fór samt á þann veg sem það fer, þannig að það sé alveg gagnsætt segir Einar.

Það vantar mikið upp á þessi vinnubrögð á meðal dómara segir Einar, en hæstaréttardómarar hafa tekið sig til, og þeir dómar hafa snarbatnað segir Einar. En það virðist nú vera út af öllu „puðinu“, því Íslendingar séu svo duglegir að fara í mál, að það séu stundum svona helgidagar í vinnunni hjá hæstarréttardómurum, og má þá skilja af orðum lögmannsins, að um hálfkæringshátt sé að ræða í sumum tilfellum.

Eva spurði Einar út í samfélagsumræðuna og almenningsálitið og segir að dómarar eigi ekki að dæma eftir réttarvitund almennings og tók dæmi frá miðöldum þar sem almenningsálit spilaði oft mikið inn í  þegar kom að því að sakfella saklaust fólk.

Í dag er það þannig að við erum að sjá allt of oft dóma sem eru grundvallaðir á „sönnunargögnum“ sem sanna ekki eitt né neitt, og síðan eru menn settir í fangelsi eða brennimerktir, segir Einar.

Brot úr þættinum má sjá hér neðar:

Skildu eftir skilaboð