Dr. Ian Plimer er ástralskur jarðfræðingur og prófessor emeritus við háskólann í Melbourne. Plimer „hrekur þá skröksögu sem sett hefur verið fram af ríkisstyrktum gervivísindamönnum í loftslagsmálum um að kolefnislosun mannfólksins sé orsökin fyrir hlýnun jarðar.“
„Enginn hefur nokkurn tímann sýnt fram á að koltvísýringslosun manna ýti undir hlýnun jarðar, það hefur aldrei verið sýnt fram á það vísindalega,“ segir Plimer.
„Og ef við horfum aftur í tímann, þá hefur aldrei verið fylgni milli hitastigs og koltvísýrings í andrúmsloftinu. Það hafa aldrei verið loftslagsbreytingar drifnar áfram af koltvísýringi. Allt sem við sjáum er nákvæmlega hið gagnstæða. Og hið gagnstæða er að við höfum haft sex stórar ísaldir, sem hver um sig hófst þegar það var meiri koltvísýringur í andrúmsloftinu en nú. Þannig að þetta er augljóst: koltvísýringur er ekki og getur ekki valdið hlýnun jarðar.“
„Við mannfólkið höfum upplifað miklar loftslagsbreytingar. Við höfum lifað á ísöldum, við höfum lifað á tímum þegar það hefur verið miklu heitara. Og ef þið flytjið til dæmis frá Melbourne til Hong Kong, þá er mikill munur á hitastigi. Þið deyið ekki, heldur aðlagist þið breytingunum. Menn hafa gert þetta í gegnum söguna, á fornleifafræðilegum og jarðfræðilegum tímum. Við höfum aðlagast í gegnum aldirnar, þannig að hitabreyting mun ekki drepa okkur,“ segir Plimer.
Plimer er höfundur margra bóka, meðal annars metsölubókarinnar "Heaven and Earth, Global Warming: The Missing Science." <
Viðtal við hann þar sem hann útskýrir mál sitt má hlusta á hér.
4 Comments on “Dr. Ian Plimer: Koltvísýringur veldur ekki og getur ekki valdið hlýnun jarðar”
Gott við höfum Trausta veður og vindlýsingamenn á Veðurstofu Íslands, sem kunna að aðlaga gamlar mælingar þannig þær verði að sömu gæðum og 10 daga veðurspáin.
Þessi maður er eða var forstjóri stórra jarðefna fyrirtækja, þetta er eins og að biðja Þ Má að tala gegn fiskveiðum.
Þetta er rétt , ekki tengsl milli co2 og hitastig jarðar
hvernig men mæla menn koftslag fyrir milljónum árum án skekjumarka er afrek útaf fyrir sig