Baráttufundur BSRB verður haldinn í Bæjarbíó Hafnarfirði miðvikudaginn 31. maí kl. 17:30-18:30.
„Sveitarfélög landsins neita enn að leiðrétta launamisrétti gegn starfsfólki sínu og verkfallsaðgerðir hafa staðið yfir í meira en tvær vikur til að knýja fram réttlátan samning. Félagsfólk aðildarfélaga BSRB er hvatt til þess að mæta, sýna samstöðu og láta blása sér baráttuanda í brjóst.“ Þetta segir í fundarboði frá félaginu.
Þá segir í tilkynnngunni að hlustað verði á stuttar hugvekjur Anítu Óskar Georgsdóttur og Magdalenu Önnu Reimus sem eru í verkfalli um þessar mundir auk Sonju Ýr Þorbergsdóttur formanns BSRB. Hin frábæra Lúðrasveit verkalýðsins mun einnig blása baráttuanda í mannskapinn og síðast en ekki síst verður sungið með þeim Bóasi og Lilja sem eru þekkt fyrir að halda uppi stuðinu. Fleiri atriði verða kynnt síðar.
Börnin eru velkomin með, segir í fundaborðinu og stofnuð hefur verið síða fyrir viðburðinn á facebook.